Scripture Stories
34. kafli: Pilturinn með illa andann


34. kafli

Pilturinn með illa andann

Ljósmynd
A man asks the Savior to heal his son saying that the disciples had been unable to help him - ch.33-1

Dag nokkurn bað maður frelsarann að hjálpa syni sínum. Pilturinn var haldinn illum anda. Lærisveinarnir höfðu þegar reynt að lækna son hans, en þeir gátu það ekki.

Ljósmynd
The evil spirit makes the boy fall to the ground - ch.33-2

Jesús sagði manninum að sækja son sinn. Þegar pilturinn kom, lét illi andinn hann falla til jarðar.

Ljósmynd
The Savior asks the father how long his son has had the evil spirit - ch.33-3

Frelsarinn spurði hversu lengi illi andinn hefði verið í piltinum. Faðirinn sagði hann hafa verið í honum síðan hann var barn.

Ljósmynd
The man says he has faith for his son to be healed - ch.33-4

Jesús sagði að hann gæti læknað soninn ef faðirinn hefði trú. Faðirinn fór að gráta. Hann sagðist hafa trú. En hann bað Jesú að hjálpa sér að hafa enn meiri trú.

Ljósmynd
The Savior commands the evil spirit to come out of the boy - ch.33-5

Jesús skipaði illa andanum að fara úr piltinum og koma aldrei í hann aftur. Illi andinn var reiður. Hann meiddi piltinn aftur. En svo hlýddi hann Jesú og fór.

Ljósmynd
The Savior reaches down and takes the boy by the hand - ch.33-6

Pilturinn var svo hljóður, að margir sögðu að hann væri dáinn. En Jesús tók í hönd hans og hjálpaði honum á fætur. Pilturinn var læknaður. Illi andinn var farinn.

Ljósmynd
When the disciples ask why they couldn't cast out the evil spirit Jesus tells them they should have fasted and prayed - ch.33-7

Síðar spurðu lærisveinarnir Jesú hvers vegna þeir hefðu ekki geta rekið illa andann úr piltinum. Jesús sagði þeim að stundum þyrftu þeir að fasta og biðja til að geta læknað einhvern.

Prenta