57. kafli Ranglátir menn drepa Stefán Margir leiðtogar Gyðinga héldu að kraftaverk myndi hætta þegar Jesús dæi. En postularnir unnu einnig kraftaverk. Margir trúðu á Jesú Krist og gengu í kirkjuna. Post 4:1‒4, 13‒16; 5:14 Leiðtogar Gyðinga urðu því afar reiðir. Þeir settu Pétur og Jóhannes í fangelsi. Heródes Agrippa konungur lét drepa Jakob postula. Post 4:3; 12:1‒2 Postularnir kölluðu sjö menn til hjálpar við að leiða kirkjuna. Einn þeirra var réttlátur maður að nafni Stefán. Hann kenndi mörgum fagnaðarerindið. Nokkrir hinna ranglátu lugu og sögðu að Stefán talaði gegn lögum Gyðinga. Þeir færðu hann fyrir dóm leiðtoga Gyðinga. Post 6:3–12 Stefán sagði leiðtogunum að þeir væru ranglátir. Hann sagði að þeir hefðu drepið Jesú Krist, son Guðs. Post 7:51–54 Stefán leit upp til himins og sá himneskan föður og Jesú Krist. Þegar hann sagði leiðtogunum frá því sem hann sá, urðu þeir afar reiðir. Post 7:55–56 Þeir fóru með Stefán út úr borginni til að grýta hann til dauða. Þeir lögðu yfirhafnir sínar að fótum ungs manns, er hét Sál. Meðan Stefán var að deyja, bað hann Guð að taka anda sinn til himins. Hann bað Guð einnig um að fyrirgefa þeim sem drápu hann. Síðan dó hann. Post 7:58–60