Sögur úr ritningunum
26. kafli: Jesús fyrirgefur konu


26. kafli

Jesús fyrirgefur konu

A Pharisee asks Jesus to eat with him - ch.23-1

Farísei nokkur bauð Jesú að koma heim til sín að borða með sér.

A sinful woman finds Jesus at the Pharisee's house - ch.23-2

Kona nokkur sem hafði syndgað mikið bjó í borginni. Hún vissi að Jesús var að borða í húsi faríseans. Hún vildi gera eitthvað sérstakt fyrir Jesú.

A woman kneels at the Savior's feet and washes them with her tears - The Pharisee thinks the Savior should not let the sinful woman touch Him - ch.23-3

Hún kraup og laugaði fætur frelsarans með tárum sínum. Þar næst þerraði hún fætur hans með hári sínu og kyssti þá. Hún smurði þá einnig með ilmsmyrsli. Faríseinn vissi að konan hafði gert margt rangt. Honum fannst að Jesús hefði ekki átt að leyfa konunni að snerta sig.

The Savior tells the Pharisee that he had not given Him water to wash His feet - ch.23-4

Frelsarinn vissi hvað faríseinn var að hugsa. Hann sagði faríseanum að konan hefði sýnt sér meiri umhyggju en faríseinn hefði gert. Faríseinn hafði hvorki gefið Jesú vatn til að þvo fætur sína né olíu fyrir höfuð sitt, eins og oft var gert fyrir gesti.

Jesus tells the woman that her sins are forgiven - ch.23-5

Jesús sagði faríseanum að syndir konunnar væru fyrirgefnar, vegna þess að hún elskaði frelsarann og hafði trú á honum. Jesús sagði konunni að fara í friði.

Lúk 7:47‒50; K&S 58:42‒43; Jesus the Christ, 262–63