51. kafli Jesús þjáist í Getsemanegarðinum Jesús og postularnir fóru til Getsemanegarðsins. Júdas fór ekki með þeim. Hann fór og sagði leiðtogum Gyðinga hvar Jesús væri. Matt 26:36; Mark 14:43; Jóh 18:2–3 Frelsarinn bað Pétur, Jakob og Jóhannes að koma með sér inn í garðinn. Hann sagði þeim að bíða meðan hann færi og bæðist fyrir. Matt 26:36‒39; Mark 14:33‒35 Jesús vissi að hann yrði að þjást fyrir syndir allra manna. Hann langaði ekki að þjást, en hann valdi að hlýða himneskum föður. Matt 26:39‒44 Pétur, Jakob og Jóhannes sofnuðu meðan Jesús baðst fyrir. Jesús kom og fann þá sofandi. Hann bað þá að halda sér vakandi. Matt 26:40‒41 Hann fór og baðst fyrir að nýju. Pétur, Jakob og Jóhannes vildu halda sér vakandi, en þeir voru afar þreyttir. Þeir sofnuðu því aftur. Jesús kom á ný og fann þá sofandi. Hann fór og baðst fyrir í þriðja sinn. Matt 26:42‒44 Jesús baðst fyrir. Hann hóf að skjálfa vegna sársaukans. Engill kom og styrkti hann. Hann þjáðist svo mikið að blóð draup úr svitaholum hans. Hann var að þjást fyrir syndir okkar allra svo að við gætum hlotið fyrirgefningu ef við iðrumst. Lúk 22:41‒44; K&S 19:16‒19 Jesús vakti Pétur, Jakob og Jóhannes. Hann sagði þeim, að hann yrði svikinn og drepinn. Jesús sagði að ranglátt fólk kæmi til að sækja hann. Matt 26:45‒46