46. kafli Síðari koman Jesús var á Olíufjallinu. Lærisveinarnir vildu spyrja Jesú spurninga. Þeir spurðu hvenær hinum ranglátu yrði tortímt. Þeir vildu einnig vita hvenær Jesús myndi koma að nýju. Matt 24:3; Joseph Smith‒Matt 1:4 Jesús sagði þeim að áður en síðari koman yrði, myndu falsspámenn segjast vera Kristur. Margir myndu fylgja þeim. En ef fylgjendur hans myndu hlýða orði hans, myndu þeir ekki láta blekkjast af falsspámönnum. Þeir myndu frelsast. Matt 24:4‒5, 24‒27; Mark 13:21‒22; Joseph Smith‒Matt 1:21‒22, 37 Jesús sagði einnig, að mörg stríð yrðu, hungursneyð, hræðilegir sjúkdómar og jarðskjálftar, áður en hann kæmi að nýju. Margir myndu hætta að hjálpa öðrum og verða ranglátir. K&S 45:16, 26‒27, 31‒32; Joseph Smith‒Matt 1:23, 28‒30 Fagnaðarerindið verður prédikað öllum heiminum, en margir munu ekki hlusta. K&S 45:28‒29; Joseph Smith‒Matt 1:31 Sólin mun sortna, tunglið ekki bera birtu sína og stjörnur munu falla af himni. Matt 24:29; Mark 13:24‒25; Joseph Smith‒Matt 1:33 Þegar Jesús Kristur kemur á ný, mun fólk sjá hann koma í skýjum himins í veldi og mikilli dýrð. Hann mun senda engla sína til að safna saman hinum réttlátu. Matt 24:30‒31; Mark 13:26‒27; Joseph Smith‒Matt 1:36‒37 Við getum búið okkur undir síðari komuna með því að gera það sem rétt er. Þegar við sjáum táknin sem Jesús lofaði, munum við vita að frelsarinn kemur brátt. Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús kemur að nýju. Ef við erum undirbúin, getum við verið með honum. Matt 24:44; Lúk 21:36; Joseph Smith‒Matt 1:39‒40