Sögur úr ritningunum
42. kafli: Ríki ungi maðurinn


42. kafli

Ríki ungi maðurinn

A rich young man asks Jesus what he needs to do to inherit eternal life - ch.42-1

Dag nokkurn kom ríkur ungur maður til Jesú og spurði hvað hann þyrfti að gera til að komast til himna.

The Savior tells the young man to keep the commandments - ch.42-2

Frelsarinn sagði honum að elska og heiðra föður sinn og móður, ekki morð fremja, ekki ljúga eða stela. Ríki ungi maðurinn sagðist alltaf hafa hlýtt boðorðunum.

Jesus tells the young man that he needs to sell all that he has and give the money to the poor and follow Him - ch.42-3

Jesús sagði unga manninum að enn væri eitt sem hann þyrfti að gera. Hann yrði að selja allt sem hann ætti og gefa féð fátækum. Ungi maðurinn ætti síðan að fylgja honum.

The rich young man is unhappy about selling all that he has and leaves - ch.42-4

Ríki ungi maðurinn vildi ekki gefa allt sem hann átti. Hann elskaði auðæfi sín meira en hann elskaði Guð. Ungi maðurinn fór hryggur á brott.

Jesus tells His disciples that it is hard for those who love riches to go to heaven - ch.42-5

Frelsarinn sagði lærisveinunum að erfitt væri fyrir þá sem elska auðæfi að fara til himna. Lærisveinarnir skildu það ekki. Þeir spurðu þá hver gæti lifað hjá Guði. Jesús sagði, að þeir sem treysta Guði og elska hann heitar en allt annað geti lifað með honum á himni.

Mark 10:23‒30 (sjá neðanmálsgrein 27).A)