32. kafli Pétur vitnar um Krist Jesús spurði lærisveina sína hvern fólkið teldi hann vera. Matt 16:13; Mark 8:27; Lúk 9:18 Lærisveinarnir svöruðu að sumir héldu að Jesús væri Jóhannes skírari. Aðrir héldu að hann væri spámaður úr Gamla testamentinu sem risinn væri upp frá dauðum. Matt 16:14; Mark 8:28; Lúk 9:19 Jesús spurði lærisveina sína hvern þeir töldu hann vera. Pétur sagði: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Matt 16:15‒16; Mark 8:29; Lúk 9:20 Jesús útskýrði, að vitnisburður Péturs væri ekki frá mönnum kominn. Vitnisburður hans hefði komið með opinberun frá Guði. Matt 16:17 Jesús lofaði Pétri að hann myndi veita honum prestdæmið og valdið til að leiða kirkju hans. Þá myndi Pétur og lærisveinarnir hafa vald til að koma á fót kirkju Jesú á jörðu. Matt 16:18‒19 Jesús bað lærisveina sína að segja fólkinu ekki strax frá því að hann væri Kristur. Fyrst þyrfti hann að þjást, vera drepinn og á þriðja degi rísa upp frá dauðum. Matt 16:20; Mark 8:30‒31; Lúk 9:21‒22