28. kafli Jesús mettar 5.000 manns Nokkrir vinir Jóhannesar skírara sögðu Jesú að konungurinn hefði drepið Jóhannes. Matt 14:1‒12 Þegar Jesús heyrði þetta, fór hann á stað nærri Galíleuvatni til að vera einsamall. Margir vissu að hann var þar. Meira en 5.000 manns fylgdu honum þangað í þeirri von að hann myndi kenna þeim. Matt 14:13; Mark 6:44 Jesús kenndi þeim marga hluti. Tími var kominn til að borða, en flestir voru engan mat með. Lærisveinar hans vildu að Jesús sendi fólkið til næstu þorpa til að kaupa mat. Mark 6:34‒36 Jesús sagði lærisveinum sínum að kanna hvort einhver væri með mat. Þeir fundu pilt sem var með fimm brauðhleifa og tvo litla fiska. Mark 6:37‒38; Jóh 6:9 Jesús bauð öllu fólkinu að setjast niður. Hann blessaði brauðið og fiskana og braut matinn í bita. Mark 6:39‒41 Lærisveinarnir fóru með matinn til fólksins. Það var meira en nóg fyrir alla. Mark 6:41‒44