Aðfaraorð Áætlun okkar himneska föður. Við lifðum á himni hjá himneskum föður áður en við komum til jarðar. Við erum andabörn hans og höfðum andalíkama. Við elskuðum hann og hann elskaði okkur. Teachings of the Prophet Joseph Smith, 354 Himneskur faðir kenndi okkur áætlun sína fyrir okkur. Hún er nefnd sáluhjálparáætlunin. Ef við fylgjum áætlun hans, getum við orðið eins og himneskur faðir. Áætlunin var sú, að við myndum koma til jarðar til að öðlast líkama af holdi og beinum. Við yrðum reynd til að sjá hvort við myndum velja að hlýða boðorðum Guðs. Abr 3:24‒25 Sáluhjálparáætlunin sér okkur fyrir leið til að lifa að nýju með himneskum föður. Við myndum þurfa að halda boðorðin. En við þörfnuðumst einnig hjálpar. Hreinsa þyrfti burtu syndir okkar og við myndum þurfa upprisna líkama. Vegna þess að við getum hvorki hreinsað burt okkar eigin syndir né reist upp okkar eigin líkama, þurftum við frelsara til að gera þetta fyrir okkur. 2 Ne 2:5‒9 Himneskur faðir valdi Jesú til að vera frelsari okkar. Jesús elskaði himneskan föður. Jesús elskaði okkur líka. Hann féllst á að koma til jarðar til að sýna okkur hvernig við ættum að vera réttlát. Hann myndi sjá okkur öllum fyrir leið til að frelsast. Hann féllst á að þjást fyrir okkar syndir. Hann myndi deyja og rísa upp svo við gætum einnig risið upp. 2 Ne 2:8‒9; HDP Móse 4:1‒2 Satan vildi einnig verða frelsari okkar. En hann elskaði ekki himneskan föður. Hann elskaði okkur ekki. Hann vildi breyta áætlun himnesks föður svo að hann gæti öðlast vald hans og dýrð. HDP Móse 4:1–2 Sum af andabörnum himnesks föður völdu að fylgja Satan. Himneskur faðir varð mjög sorgmæddur. Hann sendi Satan og fylgjendur hans burt af himni. Satan er djöfullinn. Hann og þeir andar sem fylgdu honum vilja að við syndgum. HDP Móse 4:3‒4 Himneskur faðir bað Jesú að skapa jörð fyrir okkur. Jesús gerði það. Hann skapaði sólina, tunglið og stjörnurnar. Hann setti plöntur og dýr á jörðina. Nú höfðum við jörð til að koma á þar sem við myndum öðlast líkama af holdi og blóði. Hebr 1:2; Mósía 3:8; Abr 4 Margir koma til að lifa á jörðu. Sumir þeirra velja að hlýða boðorðum Guðs. Sumir gera það ekki. Hinir fornu spámenn kenndu fólkinu um áætlun himnesks föður og um Jesú. 2 Ne 2:19‒21; Jakob 7:10‒11; HDP Móse 5:13‒15 Spámennirnir sögðu að faðir Jesú myndi vera himneskur faðir. Móðir hans yrði afskaplega góð kona að nafni María. Hann myndi fæðast í Betlehem. Jes 7:14; Míka 5:2; 1 Ne 11:18‒21; Al 7:10 Spámennirnir sögðu að margir myndu ekki trúa því að Jesús væri frelsarinn. Hann myndi líta út eins og annað fólk og yrði ekki ríkur. Margir myndu hata hann. Jes 53:2‒3 Spámennirnir sögðu einnig frá Jóhannesi skírara. Hann kæmi á undan Jesú til að segja fólkinu frá Jesú. Jóhannes myndi skíra Jesú. Jes 40:3; Matt 3:1‒3; 1 Ne 10:7‒10; 11:27 Spámennirnir sögðu að Jesús myndi vera góður og framkvæma mörg kraftaverk. Jesús myndi þjást fyrir syndir allra manna, áður en hann myndi deyja, svo þeir þyrftu ekki að þjást ef þeir iðruðust. Mósía 3:5‒8; K&S 19:16‒18 Margir spámenn vissu að Jesús Kristur, frelsari okkar, yrði krossfestur. Hann negldur yrði á trékross og okkar vegna gefa líf sitt. Jóh 3:14‒15; Mósía 15:7‒9 Hann myndi rísa upp eftir þrjá daga. Andi hans færi aftur í líkama hans. Vegna þess að Jesús myndi deyja og verða reistur upp, mundum við öll líka verða reist upp. Jes 25:8; 1 Kor 15:22; 2 Ne 2:8; Al 33:21‒22 Nýja testamentið sýnir okkur að orð spámannanna eru sönn. Það er saga Jesú og postula hans. Þeir lifðu í Landinu helga. Margir sem þar lifðu nefndust Gyðingar. Rómverjar höfðu hertekið Landið helga og ríktu yfir Gyðingunum.