Sögur úr ritningunum
49. kafli: Fyrsta sakramentið


49. kafli

Fyrsta sakramentið

Jews gather around a table for the Feast of the Passover - ch.49-1

Á hverju ári efndu Gyðingar til páskahátíðar. Hátíðin minnti Gyðingana á hvernig Guð bjargaði forfeðrum þeirra á tímum Móse.

The Savior sends Peter and John to get a room for the Passover feast - ch.49-2

Jesús og postulana tólf vantaði stað, þar sem þeir gætu neytt páskamáltíðarinnar. Frelsarinn sendi Pétur og Jóhannes til að finna herbergi og sjá til þess að allt væri reiðubúið fyrir veisluna.

Peter and John make arrangements for the room - ch.49-3

Þeir fundu herbergi og undirbjuggu veisluna.

Jesus and His Apostles gather in the room for the Passover feast - ch.49-4

Jesús og allir postularnir fóru þangað. Þeir neyttu páskamáltíðarinnar saman.

Jesus blesses the bread - ch.49-5

Jesús veitti postulunum sakramentið í fyrsta sinn. Hann tók brauð í hendur sér og blessaði það. Síðan braut hann brauðið í mola. Hann bauð postulunum að borða brauðið.

Jesus tells His Apostles to think of His body when they eat the bread - ch.49-6

Jesús sagði þeim að hugsa um líkama hans, meðan þeir borðuðu brauðið. Hann bað þá að minnast þess að hann myndi deyja fyrir þá.

Jesus pours wine into a cup - ch.49-7

Jesús hellti víni í bikar. Hann blessaði vínið og bauð postulunum að drekka það.

Jesus tells the Apostles to think of His blood when they drink the wine - ch.49-8

Jesús sagði þeim að hugsa um blóð hans, meðan þeir drykkju vínið. Hann bað þá að minnast þess að hann myndi úthella blóði sínu og þjást fyrir syndir allra manna.

Jesus tells His Apostles that wicked men will kill Him - ch.49-9

Jesús sagði postulunum einnig frá því að ranglátir menn myndu brátt drepa hann. Ellefu postulanna voru afar hryggir. Þeir elskuðu frelsarann og vildu ekki að hann dæi. Jesús vissi að einn postulanna myndi hjálpa ranglátu mönnunum. Nafn hans var Júdas Ískaríot.