27. kafli Vinna verk föður síns á jörðu Á hátíðisdegi Gyðinga fór frelsarinn að laug Betesda í Jerúsalem. Fólk taldi að sá sem fyrstur yrði til að stíga í vatnið þegar það hreyfðist, myndi læknast. Jóh 5:1–4 Jesús sá mann nærri lauginni sem hafði ekki geta gengið í 38 ár. Þetta var á hvíldardegi. Jesús spurði manninn hvort hann vildi læknast. Maðurinn sagði að hann gæti ekki læknast vegna þess hann gæti aldrei orðið fyrstur að lauginni. Jóh 5:5–7 Jesús sagði við manninn: „Statt upp, tak rekkju þín og gakk.“ Maðurinn læknaðist samstundis. Jóh 5:8–9 Margir Gyðingar trúðu því að það væri synd að vinna kraftaverk á hvíldardegi. Þeir vildu drepa Jesú. Jóh 5:10–16 Jesús sagði að hann væri einungis að gera það á hvíldardeginum sem faðir hans mundi gera. Jóh 5:17