17. kafli Íbúar Nasaret reiðir Jesús fór til Nasaret þar sem hann hafði alist upp. Lúk 4:16 Jesús fór í samkunduhús, sem er kirkjubygging Gyðinga. Hann stóð upp og las úr ritningunum. Hann las orð spámannsins Jesaja. Jesaja hafði sagt að frelsari myndi koma til jarðarinnar og hjálpa öllu fólki. Lúk 4:16‒19 Þegar Jesús lokaði ritningunum og settist niður, horfði allt fólkið á hann. Lúk 4:20 Jesús sagði að orð Jesaja væru um hann ‒ hann væri frelsarinn. Allir undruðust það sem hann sagði. Þau sögðu: „Er hann ekki sonur Jósefs?“ Þau trúðu ekki að Jesús væri sonur Guðs. Lúk 4:21‒22 Frelsarinn vissi hvað þau voru að hugsa. Þau vildi að hann sýndi þeim kraftaverk. En Jesús sagðist ekki myndi sýna þeim kraftaverk, vegna þess að þau hefðu ekki trú á hann. Lúk 4:23‒27 Þá reiddist fólkið. Það fór með Jesú upp á fjallsbrún og reyndi að hrinda honum fram af brúninni. Lúk 4:28‒29 Jesús flúði frá fólkinu og fór í aðra borg. Lúk 4:30‒31