6. kafli Kennsla í musterinu Þegar Jesús var aðeins nokkurra vikna gamall, fóru foreldrar hans með hann til Jerúsalem svo þau gætu kynnt hann í musterinu. Lúk 2:22 Réttlátur maður, Símeon, sem bjó í Jerúsalem var í musterinu. Heilagur andi sagði honum að áður en hann myndi deyja, ætti hann eftir að sjá Krist. Lúk 2:25‒26 Símeon sá drenginn Jesú í musterinu. Hann hélt honum í örmum sínum og lofaði Guð. Lúk 2:27‒29 Símeon sagði að barnið myndi færa öllum mönnum sáluhjálp. Jósef og María undruðust það sem hann sagði. Lúk 2:30‒33 Ekkja að nafni Anna sá einnig Jesú og vissi hver hann var. Hún færði þakkir og sagði mörgum frá honum. Lúk 2:36‒38