Sögur úr ritningunum
3. kafli: Fæðing Jóhannesar skírara


3. kafli

Fæðing Jóhannesar skírara

The angel Gabriel tells Mary that Elisabeth will have a baby too.  - ch.3-1

Engillinn Gabríel sagði Maríu að Elísabet myndi einnig eignast lítinn dreng. María og Elísabet voru frænkur.

Mary goes to visit Elisabeth - ch.3-2

María fór að heimsækja Elísabetu. Heilagur andi sagði Elísabetu að María yrði móðir Jesú Krists. María og Elísabet þökkuðu Guði fyrir að blessa þær. María dvaldi hjá Elísabetu í um þrjá mánuði. Svo fór María aftur heim til Nasaret.

John the Baptist is born - ch.3-2

Sonur Elísabetar fæddist. Vinir hennar og fjölskylda voru hamingjusöm. Þau töldu að barnið ætti að bera sama nafn og faðir þess, Sakaría. En Elísabet sagði að nafn hans yrði Jóhannes. Allir urðu undrandi.

Zacharias writes the name of his son - ch.3-4

Sakaría var spurður að því, hvað nafn drengsins ætti að vera. Sakaría gat ekki enn talað, svo hann skrifaði: „Nafn hans er Jóhannes.”

Zacharias thanks God for his son - ch.3-5

Þá gat Sakaría talað að nýju. Hann fylltist heilögum anda. Hann sagði fólkinu, að Jesús Kristur sonur Guðs myndi brátt fæðast og Jóhannes myndi búa fólkið undir komu hans.

John the Baptist as a baby - ch.3-6

Jóhannes óx úr grasi og varð mikill spámaður. Hann kenndi fólkinu um Jesú Krist.