Gamla testamentið 2022
28. mars–3. apríl. 2. Mósebók 7–13: „Minnist þessa dags þegar þið fóruð út úr Egyptalandi“


„28. mars–3. apríl. 2. Mósebók 7–13: ‚Minnist þessa dags þegar þið fóruð út úr Egyptalandi,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„28. mars–3. apríl. 2. Mósebók 7–13,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
Móse, Aron og faraó

Teikning af Móse og Aroni í hallargarði faraós, eftir Robert T. Barrett

28. mars–3. apríl

2. Mósebók 7–13

„Minnist þessa dags þegar þið fóruð út úr Egyptalandi“

Þegar þið lesið og íhugið 2. Mósebók 7–13, skráið þá hughrif sem ykkur berast. Ef þið gerið þetta reglulega, mun geta ykkar til að bera kennsl á lágværa rödd andans aukast.

Skráið hughrif ykkar

Plága eftir plágu dundi á Egyptalandi, en faraó neitaði enn að veita Ísraelsmönnum frelsi. Guð hélt því áfram að sýna vald sitt og gefa faraó tækifæri til að samþykkja „að [hann] er Drottinn“ og að „enginn er sem [hann] á allri jörðinni“ (2. Mósebók 7:5; 9:14). Í millitíðinni hljóta Móse og Ísraelsmenn að hafa horft með lotningu á kraftaverk Guðs í þeirra þágu. Vafalaust hafa þessi viðvarandi tákn staðfest trú þeirra á Guð og styrkt vilja þeirra til að fylgja spámanni Guðs. Eftir níu misheppnaðar tilraunir til að frelsa Ísraelsmenn með hræðilegum plágum, var það sú tíunda – dauði frumburða, þar á meðal frumburðar faraós – sem loks batt enda á ánauðina. Þetta virðist passandi, vegna þess að í hverri andlegri ánauð er sannarlega aðeins ein leið til undankomu. Sama hvað annað við höfum reynt í fortíðinni, þá á það við um okkur alveg eins og það átti við um Ísraelsmenn. Aðeins fórn Jesú Krists, frumburðarins – blóð hins lýtalausa lambs – mun bjarga okkur.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

2. Mósebók 7–11

Ég get valið að mýkja hjarta mitt.

Vonandi stendur vilji ykkar aldrei gífurlega gegn vilja Guðs eins og hjá faraó. Það hafa þó allir átt stundir þar sem hjarta þeirra er ekki jafn mjúkt og það hefði átt að vera. Það er því hægt að læra ýmislegt af því háttalagi faraós sem skráð er í 2. Mósebók 7–10. Hvað vekur athygli ykkar varðandi viðbrögð faraós við lestur þessara kapítula? Hafið þið sjálf orðið vör við álíka tilhneigingar til að herða hjarta ykkar? Íhugið hvað þið lærið af þessum kapítulum um merkingu þess að vera mjúk í hjarta.

Takið eftir að Þýðing Josephs Smith á 2. Mósebók 7:3, 13; 9:12; 10:1, 20, 27; 11:10 útskýrir að Drottinn hafi ekki hert hjarta faraós – faraó herti hjarta sitt sjálfur (sjá neðanmálstilvísanir hjá hverju versi).

Hvað lærið þið af eftirfarandi ritningarversum um að þróa með ykkur mýkt í hjarta? 1. Nefí 2:16; Mósía 3:19; Alma 24:7–8; 62:41; Eter 12:27.

Sjá einnig Michael T. Ringwood, „Vera fús til og eiga auðvelt með að trúa,“ aðalráðstefna, október 2009.

2. Mósebók 12:1–42

Páskahátíðin er táknræn fyrir friðþægingu Jesú Krists.

Eina leið Ísraelsmanna til að verjast tíundu plágunni, eins og henni er lýst í 2. Mósebók 11:4–5, var að fylgja nákvæmlega leiðsögninni sem Guð gaf Móse í 2. Mósebók 12, helgisið sem nefnist páskar. Páskarnir kenna okkur með táknum, að alveg eins og Drottinn frelsaði Ísraelsmenn úr ánauð í Egyptalandi, þá getur hann líka leyst okkur úr ánauð syndar. Hvað í leiðsögn og táknum páskanna minnir ykkur á Jesú Krist og friðþægingu hans? Hvað í táknunum og leiðsögninni bendir á hvernig skuli meðtaka blessanir friðþægingar hans? Hvað gæti það til dæmis þýtt að rjóða blóði lambsins á dyrastafina? (vers 7). Hvað þýðir það fyrir ykkur að vera „með skó á fótum og stafi í höndum“ (vers 11).

Sjá einnig Kenningu og sáttmála 89:21.

Ljósmynd
fólk meðtekur sakramentið

Sakramentið hjálpar okkur að minnast bjargvættar okkar, Jesú Krists.

2. Mósebók 12:14–17, 24–27; 13:1–16

Sakramentið hjálpar mér að minnast björgunar minnar fyrir milligöngu Jesú Krists.

Frelsarinn vildi að Ísraelsmenn myndu alltaf muna það að hann bjargaði þeim, jafnvel eftir að ánauð þeirra var orðin fjarlæg minning. Þess vegna bauð hann þeim að halda páskahátíðina í heiðri ár hvert. Hugsið um það, þegar þið lesið leiðsögn hans í 2. Mósebók 12:14–17, 24–27; 13:1–16, hvað þið gerið til að minnast blessana Guðs til ykkar. Hvernig getið þið varðveitt minninguna „kynslóð eftir kynslóð“? (sjá 2. Mósebók 12:14, 26–27).

Hvaða samlíkingar sjáið þið með tilgangi páskahátíðarinnar og sakramentisins? Hvernig minnir lesturinn um páskana ykkur á sakramentið og veitir þeirri helgiathöfn dýpri merkingu? Íhugið hvað þið getið gert til að „hafa [Jesú Krist] ávallt í huga“ (Moróní 4:3; 5:2; sjá einnig Lúkas 22:7–8, 19–20).

Þið getið líka íhugað fleiri hluti sem Drottinn vill að þið munið; sjá t.d. Helaman 5:6–12; Moróní 10:3; Kenningu og sáttmála 3:3–5, 10; 18:10; 52:40.

Sjá einnig Jóhannes 6:54; „Always Remember Him [Hafa hann ávallt í huga]“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org; „The Sacrament of the Lord’s Supper [Sakramenti kvöldmáltíðar Drottins],“ í Teachings of Presidents of the Church: Howard W. Hunter [Kenningar forseta kirkjunnar: Howard W. Hunter] (2015), 197–206.

Ljósmynd
family study icon

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

2. Mósebók 7–12.Fjölskylda ykkar gæti, eftir að hafa lesið um plágurnar sem Drottinn sendi Egyptum sem merki um vald sitt, miðlað leiðum sem Drottinn notar á okkar tíma til að sýna vald sitt.

2. Mósebók 8:2832; 9:27–28, 34–35.Þessi vers geta nýst til að koma af stað umræðum um mikilvægi þess að halda loforð okkar. Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir miðlað upplifun sinni af því að sjá aðra framkvæma það sem þeir höfðu sagst ætla að gera.

2. Mósebók 12:1–42.Eftir að hafa lesið 2. Mósebók 12:1–42 saman, gætuð þið skrifað á pappírssnepla eitthvað sem þið gætuð gert sem fjölskylda til að minnast friðþægingar Jesú Krists. Þar sem blóð lambsins á dyrastöfunum (sjá vers 23) táknaði frelsarann, gætuð þið sett pappírssneplana umhverfis dyragátt á heimili ykkar. Þið gætuð líka borðað eitthvern páskamat, eins og ósýrð brauð (tekex eða tortillur) eða beiskar jurtir (steinselju eða piparrót) og rætt hvernig páskarnir hjálpa okkur að minnast þess á hvaða hátt Guð bjargaði þjóð sinni. Ósýrðu brauðin minntu þau t.d. á að ekki gafst nægur tími fyrir brauðin til að hefast áður en þau flúðu ánauðina. Beisku jurtirnar minntu þau á beiskleika ánauðarinnar.

2. Mósebók 12:14, 24–27.Þið gætuð rifjað upp þessi vers sem fjölskylda fyrir næstu sakramentissamkomu. Hvernig eiga þessi vers við um sakramentið? Hvernig getum við fyllilega gert sakramentið að „minningarathöfn“ um það sem frelsarinn hefur gert fyrir okkur?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hér öll við dveljum eina stund,“ Sálmar, nr. 72.

Bæta kennslu okkar

Hafið verklega kennslu. Bjóðið fjölskyldumeðlimum að finna hluti sem hjálpa þeim að skilja reglurnar í þeim ritningarversum sem þið lesið. Mjúkir og harðir hlutir geta t.d. hjálpað fjölskyldumeðlimum ræða um muninn á því að hafa mjúkt eða hart hjarta.

Ljósmynd
Hebresk fjölskylda með páskamáltíð

Teikning af páskamáltíð, eftir Brian Call

Prenta