„5.–11. júlí. Kenning og sáttmálar 76: ,Mikil verða laun þeirra og eilíf verður dýrð þeirra,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„5.–11. júlí. Kenning og sáttmálar 76,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
5.–11. júlí
Kenning og sáttmálar 76
„Mikil verða laun þeirra og eilíf verður dýrð þeirra“
Líkt og á við um margar vitranir í ritningunum, þá hlutu Joseph Smith og Sidney Rigdon vitrunina í kafla 76 þegar þeir „íhuguðu“ ritningarnar (vers 19). Þið getið líka hlotið opinberun – þar með talið leiðsögn um kennsluna – er þið íhugið Kenningu og sáttmála 76.
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að ræða um það sem þeir lásu í Kenningu og sáttmálum 76, gætuð þið beðið þá að ímynda sér að annarar trúar vinur spyrði hverju við trúum varðandi lífið eftir dauðann. Hvaða versum í kafla 76 myndu þeir miðla þeim vini sínum? Meðlimir bekkjarins gætu líka miðlað einhverju í „Raddir endurreisnarinnar: Vitnisburðir um ‚sýnina‘“ sem vekur áhuga þeirra.
Kennið kenninguna
Sáluhjálp hlýst fyrir Jesú Krist, son Guðs.
-
Margir hugsa um sáluhjálparáætlunina og dýrðarríkin þrjú þegar vísað er í kafla 76. Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja að þungamiðja þessarar opinberunar er frelsarinn Jesús Kristur? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla versi sem þeir fundu í kafla 76 sem styrkir trú þeirra á Jesú Krist. Ef þeir þurfa hjálp, gætuð þið vísað þeim á vers líkt og 1–5, 20–24, 39–43, 69, 107–8.
-
Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að kanna það sem ber í milli hjá þeim sem erfa hin þrjú dýrðarríki, skrifið þá á töfluna Himneskt, vers 50–70, 92–96; Yfirjarðneskt, vers 71–79, 97; og Jarðneskt, vers 81–90, 98–106, 109–12. Meðlimir bekkjarins gætu valið sér einn af hinum þremur ritningarhlutum og fundið orðtök sem lýsa sambandi Jesú Krists og fólksins sem erfir viðkomandi ríki. Hvað kenna þessi orðtök okkur um að vera lærisveinar Jesú Krist? Hvernig getum við styrkt samband okkar við hann og föðurinn? Hvernig liðsinna þeir okkur? Hver er merking þess að vera „hugdjarfir í vitnisburðinum um Jesú“? (vers 79).
Kenning og sáttmálar 76:5–10, 113–18
Einungis er mögulegt að skilja leyndardóma Guðs „fyrir kraft heilags anda.“
-
Það gæti vakið áhuga meðlima bekkjarins að vita að það reyndist ekki öllum meðlimum kirkjunnar auðvelt að meðtaka opinberunina í kafla 76. Brigham Young sagði til að mynda: „Ég var svo fastur í hefðinni að þegar mér var fyrst sagt frá sýninni var hún andstæð öllu sem ég hafði áður lært. Ég sagði: Bíddu nú við. Ég hafnaði henni ekki; en skildi hana þó ekki.“ Hann útskýrði að hann hefði þurft að „íhuga, biðja og lesa, þar til hann vissi og skildi hana sjálfur fyllilega“ (í „The Vision [Sýnin],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 150). Hvað lærum við af reynslu hans sem getur hjálpað okkur þegar Guð opinberar eitthvað sem er ólíkt okkar eigin skilningi? Hvað kennir Kenning og sáttmálar 76:5–10, 113–18 um hvernig við getum skilið „leyndan vilja [Guðs]“? (vers 10).
Kenning og sáttmálar 76:50–70, 92–95
Guð vill að öll börn hans njóti himneskrar dýrðar með sér.
-
Sumum gæti fundist yfirþyrmandi og vonlaust að hugsa um allt sem krafist er af okkur til að verða hæf fyrir himneska ríkið. Íhugið hvernig þið getið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna von „fyrir Jesú, meðalgöngumann“ (vers 69). Þið gætuð t.d. beðið þá að lesa vers 50–70 og 92–95. Biðjið þá að segja frá því hvernig þeir myndu bregðast við, ef einhver segði: „Það er svo erfitt að lifa eftir fagnaðarerindinu í okkar heimi; ég er ekki viss um að það sé þess virði“ eða „Himneska ríkið er of gott fyrir mig.“ Hvað gætum við sagt til að hvetja þann einstakling?