Kenning og sáttmálar 2021
19.–25. júlí. Kenning og sáttmálar 81–83: Þar „sem mikið er gefið, er mikils krafist“


„19.–25. júlí. Kenning og sáttmálar 81–83: Þar ,sem mikið er gefið, er mikils krafist,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„19.–25. júlí. Kenning og sáttmálar 81–83,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Kristur og ríki ungi höfðinginn

Kristur og ríki ungi höfðinginn, eftir Heinrich Hofmann

19.–25. júlí

Kenning og sáttmálar 81–83

Þar „sem mikið er gefið, er mikils krafist“

Hafið hugfast að meðlimir bekkjarins hljóta andlegar upplifanir er þeir læra ritningarnar á heimili sínu. Íhugið af kostgæfni hvernig þið getið hvatt þá til að miðla upplifunum sínum til að hvetja hver annan.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Biðjið meðlimi bekkjarins að velja sér orðtak í hverjum eftirfarandi kafla sem væri gott heiti fyrir kaflann: Kenning og sáttmálar 81, 82 og 83. Af hverju völdu þeir þessi heiti?

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 81:5; 82:18–19

Við ættum öll að „bera hag náunga [okkar] fyrir brjósti.“

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur má finna spurningar til að ígrunda varðandi Kenningu og sáttmála 81:5. Þessar spurningar gætu líka verið gagnlegar fyrir umræður í námsbekk ykkar. Íhugið líka að miðla persónulegri reynslu er þið hafið verið „vanmáttug“ að einhverju marki og hlutuð styrk af þjónustu einhvers. Meðlimir bekkjarins gætu búið að álíka upplifunum sem þeir gætu miðlað. Þið gætuð líka horft á myndbandið „Works of God [Verk Guðs]“ (ChurchofJesusChrist.org) til að hvetja meðlimi bekkjarins til að þjóna hver öðrum. Þið gætuð líka miðlað tilvitnun M. Russells Ballard forseta í „Fleiri heimildir.“

  • Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að læra Kenningu og sáttmála 82:18–19 og gæta að reglum sem hjálpa þeim að skilja tilgang og blessun þess að þjóna öðrum. Leyfið þeim síðan miðla því sem þeir lærðu. Þið gætuð líka sýnt myndbandið „Teachings of Thomas S. Monson: Rescuing Those in Need [Kenningar Thomas S. Monson; Bjarga nauðstöddum]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvernig voru deildarmeðlimir Monsons biskups fordæmi um það sem kennt er í versum 18–19?

Kenning og sáttmálar 82:8–10

„Ég, Drottinn, er bundinn, þegar þér gjörið það sem ég segi.“

  • Þið gætuð lesið saman eða í fámennum hópum Kenningu og sáttmála 1:37–38; 82:10; 130:20–21 til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja sambandið milli þess að vera fús til að hlýða og lofaðra blessana Guðs. Hvað kenna þessi ritningarvers okkur um Drottin? Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill skráð orð sem lýsa persónuleika hans, byggt á þessum versum.

  • Eftir lestur vers 10, gætu meðlimir bekkjarins rætt hverju Drottinn hefur lofað og hvernig Drottinn hefur staðið við loforð sín. Frásögnin um Virginiu H. Pearce í „Fleiri heimildir“ gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja að Drottinn blessar okkur samkvæmt eigin visku, ekki alltaf á þann hátt sem við viljum eða væntum.

  • Hvað lærið þið í Kenningu og sáttmálum 82:8–10 um ástæðu þess að himneskur faðir gefur okkur boðorð? Þessi vers gætu ef til vill aukið skilning meðlima bekkjarins, sem þeir gætu notað til að hjálpa vini eða barni sem finnst boðorðin vera of hamlandi (sjá einnig myndbandið „Blessed and Happy Are Those Who Keep the Commandments of God [Blessaðir eru þeir sem halda boðorð Guðs],“ ChurchofJesusChrist.org). Þeir gætu líka þess í stað miðlað upplifunum sem hafa kennt þeim að líta á boðorðin sem blessun.

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Sönn trúarbrögð.

M. Russell Ballard forseti kenndi:

„Sem lærisveinar höfum við margskonar áhyggjur, verkefni og skyldur. Sumt sem við gerum verður þó ætíð að vera kjarni kirkjuaðildar okkar. ‚Ver þess vegna trúr.‘ býður Drottinn, ‚Gegn því embætti, sem ég hef útnefnt þér. Styð þá óstyrku, lyft máttvana örmum og styrk veikbyggð kné‘ [Kenning og sáttmálar 81:5; skáletrað hér].

Þetta er kirkja í verki! Þetta eru sönn trúarbrögð! Fagnaðarerindið í hinni sönnu umgjörð er þegar við liðsinnum, lyftum og styrkjum þá sem búa við andlega og stundlega nauð! Að gera það, krefst þess að við heimsækjum og aðstoðum þau [sjá Jakobsbréfið 1:27], svo trú þeirra og vitnisburður um himneskan föður og Jesú Krist og friðþægingu hans, verði sem ankeri í hjarta þeirra“ („Dýrmætar gjafir frá Guði,“ aðalráðstefna, apríl 2018).

Drottinn blessar okkur á sinn undursamlega hátt.

Systir Virginia H. Pearce, fyrrverandi meðlimur í aðalforsætisráði Stúlknafélagsins, sagði frá konu sem hafði áhyggjur af villuráfandi börnum sínum. Hún setti metnaðarfullt markmið um að fara oftar í musterið og var viss um að Drottinn myndi heiðra þessa miklu fórn með því að breyta hjörtum barna hennar. Konan sagði svo frá:

„Eftir tíu ára stöðuga musterissókn og bænir finnst mér leitt að segja að lífsmáti barna minna hefur ekki breyst. …

Það hef ég þó gert. Ég er önnur kona. … Ég er hætt að setja tímamörk og set traust mitt á Drottin. … Væntingar mínar hafa breyst. Í stað þess að vænta þess að börnin mín breytist, vænti ég hinna tíðu mildu náðar og er full þakklætis fyrir það. … Drottinn vinnur á undursamlegan hátt og ég fyllist sannlega þeim friði sem er æðri öllum skilningi“ (í „Prayer: A Small and Simple Thing,“ At the Pulpit [2017], 288–89).

Bæta kennslu okkar

Bjóðið ungmennum að taka þátt í kennslu ykkar. Gefið ungmennum kost á að kenna hvert öðru. Afar áhrifamikið getur verið að hlusta á vitnisburði eða upplifanir hvers annars. Aðstoðið ungmenni við að kenna, eins og þörf þykir, og sýnið þeim hvað í því felst að kenna að hætti frelsarans (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 27–28).