Kenning og sáttmálar 2021
19.–25. júlí. Kenning og sáttmálar 81–83: Þar „sem mikið er gefið, er mikils krafist“


„19.–25. júlí. Kenning og sáttmálar 81–83: Þar ,sem mikið er gefið, er mikils krafist,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„19.–25. júlí. Kenning og sáttmálar 81–83,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Kristur og ríki ungi höfðinginn

Kristur og ríki ungi höfðinginn, eftir Heinrich Hoffman

19.–25. júlí

Kenning og sáttmálar 81–83

Þar „sem mikið er gefið, er mikils krafist“

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 81–83, gætið þá að reglum sem geta hjálpað ykkur að láta gott af ykkur leiða meðal fjölskyldu, vina og annarra.

Skráið hughrif ykkar

Í mars árið 1832 kallaði Drottinn Jesse Gause sem ráðgjafa Josephs Smith í Forsætisráði hins háa prestdæmis (sem nú heitir Æðsta forsætisráðið). Kenning og sáttmálar 81 er opinberun til bróður Gause, þar sem honum eru gefin fyrirmæli um hina nýju köllun og loforð um blessanir fyrir trúfasta þjónustu. Jesse Gause þjónaði þó ekki af trúmennsku. Frederick G. Williams var því kallaður í hans stað og nafn bróður Williams var sett inn í opinberunina í stað nafns bróður Gause.

Það kann að virðast minniháttar mál, en sýnir þó mikilvægan sannleika: Flestum opinberununum í Kenningu og sáttmálum er beint til ákveðins fólks, en við getum alltaf fundið leiðir til að heimfæra þær upp á okkur sjálf (sjá 1. Nefí 19:23). Leiðsögn Drottins til Fredericks G. Williams, um að „[styrkja] veikbyggð kné“ getur knúið okkur til að hugsa um þá sem við getum hughreyst (Kenning og sáttmálar 81:5). Leiðsögn Drottins til meðlima hins Sameinaða fyrirtækis, um að þeir „tengist sáttmálsböndum,“ við að framfylgja stundlegum þörfum kirkjunnar, getur knúið okkur til að hugsa um eigin sáttmála. Loforð Drottins um að hann sé „[bundinn, þegar við gerum það sem hann segir],“ getur minnt okkur á loforð hans, séum við hlýðin (Kenning og sáttmálar 82:10, 15). Þannig ætti það að vera, því Drottinn lýsti líka yfir: „Það, sem ég þess vegna segi einum, segi ég öllum“ (vers 5).

Sjá „Newel K. Whitney and the United Firm [Newel K. Whitney og hið Sameinaða fyrirtæki],“ „Jesse Gause: Counselor to the Prophet [Jesse Gause: Ráðgjafi spámannsins],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 142–47, 155–57.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 81

Ég get sýnt trúfesti í því sem Drottinn býður mér að gera.

Hugsið þið stundum um það hvernig þið getið framfylgt mikilvægum ábyrgðarskyldum lífs ykkar? Frederick G. Williams hafði væntanlega margar mikilvægar ábyrgðarskyldur sem ráðgjafi spámannsins Josephs Smith. Í kafla 81 veitti Drottinn honum leiðsögn um hvernig honum bæri að framfylgja þeim. Hvað gagnlegt finnið þið í þessum kafla til að sinna þeim ábyrgðarskyldum sem Drottinn hefur falið ykkur?

Hér eru nokkrar spurningar til að ígrunda vers 5:

  • Á hvaða hátt geta sumir verið „ [veikbyggðir]“? Hver er merking þess að „[styðja] þá sem eru veikbyggðir?

  • Hver er óeiginleg merking þess að einhver hafi „[máttvana arma]“? Hvernig getum við „lyft“ þeim örmum?

  • Hver er merking orðtaksins „veikbyggð kné“? Hvernig getum við „[styrkt]“ þá sem hafa veikbyggð kné?

Ef til vill hefur nám þessara versa fengið ykkur til að hugsa um einhvern sem þið gætuð „[styrkt] eða „lyft.“ Hvað gerið þið til að þjóna þeirri manneskju?

Sidney Rigdon, Joseph Smith, Frederick G. Williams

Æðsta forsætisráðið: Sidney Rigdon, Joseph Smith, Frederick G. Williams

Kenning og sáttmálar 82:1–7

Drottinn býður mér að iðrast og láta af syndum mínum.

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 82:1–7, íhugið þá að búa til tvo lista um það sem ykkur lærist: Aðvaranir um synd og sannleika fyrirgefningar. Hvernig getur þessi sannleikur hjálpað ykkur að standast freistingar óvinarins?

Kenning og sáttmálar 82:8–10

Boðorð eru mér til sáluhjálpar og verndar.

Ef þið – eða einhver sem þið þekkið – hafið einhvern tíma velt fyrir ykkur afhverju Drottinn gefur svo mörg boðorð, þá gæti verið gagnlegt að læra Kenningu og sáttmála 82:8–10. Hvaða atriði í þessum versum gætu verið gagnlegt við að útskýra fyrir einhverjum ástæður þess að þið veljið að lifa eftir boðorðum Drottins? Þið gætuð líka ígrundað hvernig boðorð hans hafa breytt lífi ykkar. Hvað lærið þið um Drottin við lestur vers 10?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 130:20–21; Carole M. Stephens, „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín,“ aðalráðstefna, október 2015.

Kenning og sáttmálar 83

„Séð skal fyrir ekkjum og munaðarleysingjum.“

Í apríl 1832 ferðaðist Joseph Smith um 1.500 kílómetra, eins og Drottinn bauð, til að heimsækja hina heilögu, sem höfðu safnast saman í Missouri (sjá Kenning og sáttmálar 78:9). Í einu samfélaginu sem hann heimsótti voru ekkjur sem ólu börn sín upp einsamlar. Meðal þeirra voru Phebe Peck og Anna Rogers, sem spámaðurinn þekkti persónulega. Í Missouri, á fjórða áratug nítjándu aldar, höfðu ekkjur takmarkaðan löglegan rétt til eigna fráfallinna eiginmanna sinna. Hvað lærið þið af kafla 83 um hvað Drottni finnst um ekkjur og munaðarleysingja? Þekkið þið einhvern í þessum sporum sem gæti haft gagn af elsku ykkar og umönnun?

Sjá einnig Jesaja 1:17; Jakobsbréfið 1:27.

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 81:3.Þið gætuð gefið fjölskyldumeðlimum pappírshjörtu og boðið þeim að teikna eða skrifa eitthvað á þau sem þau vilja biðja varðandi. Ræðið merkingu þess að biðja „ætíð, [munnlega] og í hjarta.“

Kenning og sáttmálar 81:5.Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir, til að læra um reglurnar í þessu versi, sagt frá tilvikum þegar þau voru „[óstyrk]“ eða „veikbyggð“ og einhver veitti þeim styrk eða stuðning. Þið gætuð líka horft á myndbönd um þjónustu við aðra, svo sem „Works of God [Verk Guðs]“ eða „The Miracle of the Roof [Kraftaverk þaksins]“ (ChurchofJesusChrist.org). Ræðið hvernig fjölskylda ykkar getur þjónað hvert öðru á einfaldan og og reglubundinn hátt.

Kenning og sáttmálar 82:8–10.Ef til vill gæti einfaldur leikur hjálpað fjölskyldu ykkar að finna til þakklætis fyrir boðorð Guðs. Einn meðlimur fjölskyldunnar gæti gefið öðrum, með bundið fyrir augun, fyrirmæli við samlokugerð eða göngu um hindrunarbraut. Látið ykkur detta í hug eitthvað frumlegt og skemmtilegt! Ræðið síðan hvernig boðorð Guðs eru eins og fyrirmæli leiksins.

Kenning og sáttmálar 82:18–19.Hvað getur hver fjölskyldumeðlimur gert til að „[ávaxta] talentur sínar“ og „áunnið sér fleiri talentur“? Gaman gæti verið að hafa hæfileikasýningu fjölskyldunnar. Hugleiðið hvernig líka mætti leggja áherslu á hæfileika sem eru síður áberandi (svo sem andlegar gjafir; sjá Kenning og sáttmálar 46:11–26). Hvernig getum við notað hæfileika okkar og miðlað því sem við höfum til að blessa fjölskyldu okkar og samferðafólk? Hver er merking þess að nota hæfileika sína „með einbeittu augliti á dýrð Guðs“?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hef ég drýgt nokkra dáð?Sálmar, nr. 91; sjá einnig „Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldunnar.“

Bæta kennslu okkar

Spyrjið spurninga sem leiða til athafna. Íhugið spurningar sem knýja fjölskyldumeðlimi til að ígrunda hvernig þau geta lifað betur eftir fagnaðarerindinu. „Þetta eru yfirleitt ekki umræðuspurningar, heldur til persónulegrar íhugunar“ (Teaching in the Savior’s Way, 31).

Jesús læknar mann

Teikning af Jesú læknandi mann, eftir Dan Burr