Kenning og sáttmálar 2021
12.–18. júlí. Kenning og sáttmálar 77–80: „Ég mun leiða yður“


„12.–18. júlí. Kenning og sáttmálar 77-80: ,Ég mun leiða yður,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„12.–18. júlí. Kenning og sáttmálar 77–80,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Sauðir fylgja Jesú

Á heimleið, eftir Yongsung Kim

12.–18. júlí

Kenning og sáttmálar 77–80

„Ég mun leiða yður“

Drottinn sagði Joseph Smith að hann myndi „mæla vísdómsorð í eyru [hans] (Kenning og sáttmálar 78:2). Hvaða vísdómsorð hljótið þið við að læra Kenningu og sáttmála 77–80?

Skráið hughrif ykkar

Innan tveggja ára eftir að kirkja Jesú Krists var endurreist, voru meðlimir hennar orðnir yfir 2000 og þeim fjölgaði óðfluga. Í mars 1832 átti Joseph Smith fund með öðrum kirkjuleiðtogum „til að ræða málefni kirkjunnar“: Nauðsyn þess að gefa út opinberanir, kaupa land til samansöfnunar og að annast fátæka (sjá Kenning og sáttmálar 78, kaflafyrirsögn). Drottinn kallaði fámennan hóp kirkjuleiðtoga, sem kæmi þessu sameiginlega til leiðar og stofnaði hið Sameinaða fyrirtæki, „málstað [Drottins] til stuðnings“ (vers 4) á þessum svæðum. Drottinn lagði þó áherslu á hið eilífa, jafnvel við slíka stjórnsýslu. Lokatilgangurinn með prentsmiðju eða forðabúri var – eins og á við um allt í ríki Guðs – að búa börn hans undir „stað í hinum himneska heimi“ og „auðæfi eilífðarinnar“ (vers 7, 18). Ef erfitt reynist að skilja þessar blessanir einmitt núna, mitt í málefnum hins daglega lífs, þá fullvissar hann okkur: „Verið samt vonglaðir, því að ég mun leiða yður“ (vers 18).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 77

Guð opinberar þeim leyndardóma sína sem keppa að því að þekkja þá.

Boðið í Jakobsbréfinu 1:5, um að „[biðja] Guð,“ var Joseph Smith enn sem forskrift, tólf árum eftir Fyrstu sýnina. Þegar hann og Sidney Rigdon höfðu spurningar um Opinberunarbókina, er þeir unnu að innblásinni þýðingu Biblíunnar, var Joseph eðlislægt að leita visku Guðs. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 77, íhugið þá að skrá hugsanir ykkar tengt samsvarandi kapítula í Opinberunarbókinni.

Ígrundið líka hvernig þið getið fylgt fordæmi spámannsins Josephs við ritningarnám ykkar. Þið gætuð spurt himneskan föður: „Hvað ber mér að skilja?“

Ljósmynd
Joseph Smith og Sidney Rigdon við lestur

Þýðing Biblíunnar, eftir Liz Lemon Swindle

Kenning og sáttmálar 78

Hvaða fyrirbæri var hið Sameinaða fyrirtæki?

Hið Sameinaða fyrirtæki var stofnað sjá um útgáfu- og viðskiptamál kirkjunnar í Ohio og Missouri. Það samanstóð af Joseph Smith, Newel K. Whitney og öðrum kirkjuleiðtogum, sem tóku höndum saman við að uppfylla stundlegar þarfir hinnar vaxandi kirkju. Því miður varð hið Sameinaða fyrirtæki gjaldþrota vegna of alltof mikilla skulda og var lagt niður árið 1834.

Sjá einnig „Newel K. Whitney and the United Firm [Newel K. Whitney og hið Sameinaða fyrirtæki],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 142–47; „United Firm [Sameinað fyrirtæki],” efnisatriði kirkjusögu, ChurchofJesusChrist.org/study/church-history.

Kenning og sáttmálar 78:1–7

Ég get hjálpað „málstað [kirkjunnar] til stuðnings.“

Drottinn sagði Joseph Smith og fleiri kirkjuleiðtogum að rekstur forðabúrs og prentsmiðju yrði „[málstaðnum] til stuðnings, sem þér hafið tekið að yður“ (Kenning og sáttmálar 78:4). Hver mynduð þið segja að væri „málstaður“ kirkjunnar? Ígrundið það við lestur Kenningar og sáttmála 78:1–7. Ígrundun þessara versa gæti ef til vill haft áhrif á hvernig þið framfylgið kirkjuköllun ykkar eða þjónið fjölskyldu ykkar. Hvernig getur þjónusta ykkar „[stutt] málstað“ Drottins? Hvernig býr hún ykkur „stað í hinum himneska heimi“? (vers 7).

Kenning og sáttmálar 78:17–22

Drottinn mun leiða mig.

Hefur ykkur einhvern tíma liðið sem litlu barni, ef til vill vegna þess að þið „hafið enn ekki skilið“ eða „fáið ei borið“? Kenning og sáttmálar 78:17–18. Gætið að leiðsögn í þessum versum sem geta hjálpað ykkur að „[vera vonglöð]“ (vers 18) á slíkum tímum. Afhverju haldið þið að Drottinn kalli fylgjendur sína stundum „lítil börn“? (vers 17). Þið gætuð líka ígrundað hvernig Drottinn gæti verið að „leiða [ykkur]“? (vers 18).

Kenning og sáttmálar 79–80

Köllunin til að þjóna Guði er mikilvægari en hvar við þjónum.

Öldungur David A. Bednar kenndi varðandi Kenningu og sáttmála 80: „Drottinn er [kannski] að kenna okkur í þessari opinberun að verkefnið að starfa á ákveðnum stað er nauðsynlegt og mikilvægt, en ekki eins mikilvægt og að vera kallaður til þjónustu“ („Kölluð til verksins,“ aðalráðstefna, apríl 2017). Hugsið um núverandi eða liðnar kallanir ykkar. Hvaða upplifanir hafa hjálpað ykkur að læra sannleiksgildi orða öldungs Bednars? Hvaða fleiri lexíur getið þið fundið í Kenningu og sáttmálum 79–80, sem gætu hjálpað einhverjum sem nýlega hefur tekið á móti köllun?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 77:2.Eftir lestur þessa vers, gætu fjölskyldumeðlimir teiknað myndir af sínum eftirlætis „[skriðkvikindum eða fuglum loftsins],“ sem Guð hefur skapað. Hvað lærum við af þessum versum um sköpun Guðs? (sjá einnig Kenning og sáttmálar 59:16–20). Þið gætuð líka sungið söng um sköpun Guðs, til að mynda „Himnafaðir elskar mig“ (Barnasöngbókin, 19) og sýnt myndina í þessum lexíudrögum.

Kenning og sáttmálar 77:14.Í þessu versi segir að Jóhannes hafi etið bók sem táknaði hlutverk hans við samansöfnun Ísraels. Hvernig ættum við að takast á við samansöfnun Ísraels eða annað það sem Drottinn býður okkur að gera, samkvæmt tákninu um að eta bókina? Hér eru önnur ritningarvers þar sem hugtakið að eta er notað til að kenna andlegan sannleika: Jóhannes 6:48–51; 2. Nefí 32:3; Moróní 4. Þið gætuð kannski búið til eftirlætis fjölskyldurétt til að eta saman meðan á umræðunum stendur.

Kenning og sáttmálar 78:17–19.Fjölskyldumeðlimir gætu teiknað myndir af þeim blessunum frá Guði sem þau eru þakklát fyrir. Hvað gerum við til að tjá þakklæti okkar fyrir þessar blessanir? Þið gætuð líka rætt hvernig fjölskylda ykkar fylgir leiðsögninni um að veita „öllu viðtöku með þakklæti“ (vers 19). Hverju lofar Drottinn þeim sem það gera?

Kenning og sáttmálar 79:1.Miðlið vitnisburði ykkar um „[kraftinn]“ sem þið veittuð viðtöku þegar þið voruð vígð eða sett í embætti í köllunum kirkjunnar. Hvaða sérstöku gjöfum og innblæstri blessaði Drottinn ykkur með í þjónustu ykkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Er í stormum lífs þíns,“ Sálmar, nr. 27.

Bæta kennslu okkar

Teiknið mynd. Þið gætuð lesið fáein vers saman sem fjölskylda og gefið síðan fjölskyldumeðlimum tíma til að teikna eitthvað sem tengist lestrinum. Hengið myndirnar upp víða á heimili ykkar, til að minna fjölskylduna á reglurnar sem þið lærðuð.

Ljósmynd
Garður með dýrum

Garður Guðs, eftir Sam Lawlor

Prenta