Kenning og sáttmálar 2021
28. júní – 4. júlí. Kenning og sáttmálar 71–75: „Engin vopn, sem smíðuð verða gegn yður, skulu verða sigursæl“


„28. júní – 4. júlí. Kenning og sáttmálar 71–75: ‚Engin vopn, sem smíðuð verða gegn yður, skulu verða sigursæl,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„28. júní – 4. júlí. Kenning og sáttmálar 71–75,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Jesús með sauð

Dýrmæt er hirðinum hjörðin, eftir Simon Dewey

28. júní – 4. júlí

Kenning og sáttmálar 71–75

„Engin vopn, sem smíðuð verða gegn yður, skulu verða sigursæl“

Öldungur Quentin L. Cook kenndi: „Áhrifa heilags anda [gætir oft] í ríkari mæli af því að biðjast fyrir og læra ritningarnar sjálf á heimili [okkar]“ („Innilegur og varanlegur viðsnúningur til himnesks föður og Drottins Jesú Krists,“ aðalráðstefna, október 2018).

Skráið hughrif ykkar

Joseph Smith tókst á við gagnrýnendur allt frá unglingsaldri – jafnvel óvini – er hann reyndi að vinna verk Guðs. Það hlýtur þó að hafa verið einkar átakanlegt þegar Ezra Booth tók að ávíta kirkjuna árið 1831, því í hans tilfelli var um að ræða áður trúfastan meðlim. Ezra hafði séð Joseph nota kraft Guðs til að lækna konu. Honum hafði verið boðið að vera í samfylgd Josephs í fyrsta könnunarleiðangri um land Síonar í Missouri. Hann hafði þó frá þeim tíma horfið frá trú sinni og reynt að draga úr trúverðugleika spámannsins með bréfaskriftum í fréttablað í Ohio. Sá gjörningur virtist bera árangur: „[Óvinsamlegar] öldur, [höfðu] risið … gegn kirkjunni“ (Kenning og sáttmálar, kaflafyrirsögn). Hvað eiga trúaðir að gera í slíku tilviki? Þótt ekkert eitt svar eigi við um allar aðstæður, virðist það þó oft vera svo – þar á meðal í þessu tilviki árið 1831 – að hluti af svari Drottins sé að verja sannleikann og leiðrétta ósannindi með því að „boða fagnaðarerindi [sitt]“ (vers 1). Verk Drottins mun vissulega alltaf hafa gagnrýnendur, en þegar uppi er staðið, þá munu „engin vopn, sem smíðuð verða gegn [því], verða sigursæl“ (vers 9).

Sjá „Ezra Booth and Isaac Morley,“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 134.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 71

Drottin mun gera gagnrýnendur verks síns forviða á sínum eigin tíma.

Það kann að vekja okkur áhyggjur að hlusta á fólk gagnrýna eða hæða kirkjuna eða leiðtoga hennar, einkum ef við óttumst að slík gagnrýni hafi áhrif á þá sem við þekkjum og elskum. Þegar svipaðir hlutir gerðust í Ohio árið 1831 (sjá kaflafyrirsögn í Kenningu og sáttmálum 71), veitti Drottinn Joseph Smith og Sidney Rigdon orð trúar, en ekki ótta. Hvað finnið þið sem styrkir trú ykkar á verki Drottins við lestur Kenningar og sáttmála 71? Hvað vekur áhuga ykkar varðandi fyrirmælin sem Drottinn veitti þjónum sínum við þessar aðstæður?

Sjá einnig Robert D. Hales, „Kristileg hugdirfska: Gjald lærisveinsins,“ aðalráðstefna, október 2008, 78; Jörg Klebingat, „Defending the Faith,“ Ensign, sept. 2017, 49–53.

Kenning og sáttmálar 72

Biskupar eru ráðsmenn andlegra og stundlegra málefna ríkis Drottins.

Þegar Newel K. Whitney var kallaður til að þjóna sem annar biskup kirkjunnar, voru skyldur hans örlítið frábrugðnari biskupa okkar tíma. Whitney biskup hafði t.d. umsjón með helgun eigna og leyfum til að setjast að í landi Síonar í Missouri. Þegar þið svo lesið um köllun og skyldur hans í Kenningu og sáttmálum 72, gætuð þið séð nokkra samsvörun í því sem biskupar gera á okkar tíma – hið minnst andann að baki skyldna þeirra, ef þær eru ekki nákvæmlega þær sömu. Hvernig gerið þið til að mynda biskupi „grein fyrir“ ábyrgð ykkar? (vers 5). Á hvaða hátt „annast [biskup] forðabúr Drottins“ og hefur umsjón með helguðum framlögum deildarmeðlima? (sjá vers 10, 12). Hvernig hefur biskup liðsinnt ykkur?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Biskup,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Tunnur og sekkir með matvælum

Newel K. Whitney hafði umsjón með forðabúri biskups.

Kenning og sáttmálar 73

Ég get leitað tækifæra til að miðla fagnaðarerindinu.

Eftir að Joseph Smith og Sidney Rigdon komu aftur frá stuttri trúboðsferð sinni, til að draga úr þeim skaða sem Ezra Booth hafði ollið (sjá Kenning og sáttmálar 71), bauð Drottinn þeim að snúa sér aftur að þýðingu Biblíunnar (sjá Bible Dictionary, „Joseph Smith Translation“). Hann vildi þó að þeir héldu áfram að boða fagnaðaerindið. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 73, íhugið þá hvernig þið getið boðað fagnaðaerindið svo mikið „sem unnt er“ (vers 4) – eða raunhæft er – og gert það að hluta að lífsmáta ykkar, meðal annarra ábyrgðarskyldna.

Kenning og sáttmálar 75:1–12

Drottinn blessar þá sem trúfastlega boða fagnaðarerindi hans.

Margir trúfastir öldungar leituðu eftir fleiri leiðbeiningum um hvernig Drottinn vildi að þeir framfylgdu boðinu „farið um gjörvallan heiminn“ (Kenningar 68:8), til að boða fagnaðarerindið. Hvaða orð og orðtök finnið þið í Kenningu og sáttmálum 75:1–12 sem hjálpa ykkur að skilja hvernig boða á fagnaðarerindið af árangri? Hvaða blessunum lofar Drottinn trúföstum trúboðum? Ígrundið hvernig þessi fyrirmæli og blessanir eiga við um ykkur við boðun fagnaðarerindisins.

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 71.Hvað var Joseph Smith og Sidney Rigdon boðið að gera þegar aðrir gagnrýndu kirkjuna og leiðtoga hennar? Hvernig „[greiðum við] veginn“ fyrir fólk til að hljóta opinberanir Guðs? (Kenning og sáttmálar 71:4).

Kenning og sáttmálar 72:2.Hvernig hafa biskupar blessað fjölskyldu ykkar? Hvað hefur biskup okkar beðið okkur að gera og hvernig getum við stutt hann? Ef til vill gæti fjölskylda ykkar búið til kort og þakkað biskupi ykkar fyrir þjónustu hans.

Kenning og sáttmálar 73:3–4.Gæti fjölskylda ykkar haft gagn af því að læra um þýðingu Josephs Smith á Biblíunni? (sjá „Þýðing Josephs Smith, viðauki,“ https://www.churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl). Þið gætuð kannað nokkur þeirra versa sem voru uppfærð í þýðingu Josephs Smith og rætt hinn dýrmæta sannleika sem Drottinn opinberaði fyrir milligöngu spámannsins. Sjá t.d. þýðingu Josephs Smith á 1. Mósebók 14:25–40 og 1. Mósebók 50:24–38 í viðauka Kenningar og sáttmála; hinar ýmsu neðanmálstilvísanir í Matteus 4:1–11; og Lúkas 2:46, neðanmálstilvísun c.

Kenning og sáttmálar 74:7.Hvað kennir þetta vers um Jesú Krist og litlu börnin?

Kenning og sáttmálar 75:3–5, 13, 16.Þið getið hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja hvernig Drottinn vill að við þjónum honum, með því að ræða muninn á „[iðjuleysi]“ og að „vinna af [öllum] mætti [okkar].“ Þið gætuð ef til vill valið einhver heimilisstörf og beðið fjölskyldumeðlimi að sýna hvernig þau gera þau af iðjuleysi og hvernig af öllum mætti sínum. Hvernig getum við þjónað Drottni af öllum mætti? Hverju lofar hann trúföstum þjónum sínum, samkvæmt Kenningu og sáttmálum 75:3–5, 13, 16?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Fylkjum liði,“ Sálmar, nr. 93.

Bæta persónulegt nám

Gætið að innblásnum orðum og orðtökum. Andinn gæti vakið athygli ykkar á ákveðnum orðum eða orðtökum við lesturinn. Íhugið að skrá orð og orðtök í Kenningu og sáttmálum 71–75 sem innblása ykkur.

Piltur með prestdæmisleiðtoga

Teikning af pilti með prestdæmisleiðtoga, eftir D. Keith Larson