Kenning og sáttmálar 2021
21.–27. júní. Kenning og sáttmálar 67–70: „Virði allra auðæfa jarðar“


„21.–27. júní. Kenning og sáttmálar 67-70: ,Virði allra auðæfa jarðar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„21.–27. júní. Kenning og sáttmálar 67–70,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

revelation manuscript book in display case

21.–27. júní

Kenning og sáttmálar 67–70

„Virði allra auðæfa jarðar“

Þótt mörgum opinberunum í Kenningu og sáttmálum sé beint að ákveðnum einstaklingum í sérstökum aðstæðum, þá eru þær „öllum mönnum til heilla“ („Vitnisburður postulanna tólf um sannleiksgildi bókarinnar Kenning og sáttmálar,“ formáli Kenningar og sáttmála). Gætið að sannleika og trúarreglum í náminu, sem eru ykkur gagnleg.

Skráið hughrif ykkar

Frá 1828 til 1831 hlaut spámaðurinn Joseph Smith margar opinberanir frá Drottni, þar með talið guðlega leiðsögn fyrir einstaklinga, fyrirmæli um stjórnun kirkjunnar og innblásnar vitranir um síðari daga. Margir hinna heilögu höfðu þó ekki lesið þær. Opinberanirnar höfðu enn ekki verið gefnar út og hin fáu fáanlegu eintök voru handskrifuð á laus blöð sem gengu á milli meðlima og trúboðar höfðu meðferðis.

Í nóvember 1831 boðaði Joseph kirkjuleiðtoga til fundar, til að ræða útgáfu opinberananna. Eftir að hafa leitað vilja Drottins, ráðgerðu þessir leiðtogar að gefa út Boðorðabókina – fyrirrennara Kenningar og sáttmála okkar tíma. Brátt gátu allir lesið orð Guðs sem opinberað var fyrir milligöngu lifandi spámanns, sem var skýr sönnun þess að „mönnum [var] enn á ný treyst fyrir lyklunum að leyndardómum ríkis frelsara okkar.“ Af þessum og ótal öðrum ástæðum, álíta hinir heilögu, fyrr og síðar, þessar opinberanir „virði allra auðæfa jarðar“ (sjá (Kenning og sáttmálar 70, kaflafyrirsögn).

Sjá Heilagir, 1:140–43.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 67:1–9; 68:3–6

Guð styður þjóna sína og þau orð sem þeir mæla í hans nafni.

Ákvörðunin um að gefa út opinberanirnar sem Joseph Smith hlaut virtist einföld, en sumir fyrritíðar kirkjuleiðtogar voru ekki sannfærðir um að það væri góð hugmynd. Eitt álitamál varðaði málfarslegan ófullkomleika Josephs Smith við ritun opinberananna. Opinberunin í kafla 67 barst sem svar við því álitamáli. Hvað lærið þið um spámenn og opinberanir af versum 1–9? Hvað annað lærið þið af 68:3–6?

Áður en Boðorðabókin var prentuð, undirrituðu nokkrir kirkjuleiðtogar skrifaðan vitnisburð um að opinberanirnar í bókinni væru sannar. Afrit af vitnisburði þeirra má sjá á „Testimony, circa 2 November 1831,“ Revelation Book 1, 121, josephsmithpapers.org.

Kenning og sáttmálar 68:1–8

Innblástur frá heilögum anda endurspeglar vilja Drottins.

Orð þessara versa eru töluð þegar Orson Hyde og fleiri voru kallaðir „til að boða hið ævarandi fagnaðarerindi með anda hins lifanda Guðs frá einni þjóð til annarrar, úr einu landi í annað“ (vers 1). Hvernig gæti yfirlýsingin í versi 4 komið einhverjum þeim til hjálpar sem er sendur til að boða fagnaðarerindið? Hvernig eiga þessi orð við um ykkur? Hugsið um tilvik þar sem „heilagur andi [hvatti]“ ykkur (vers 3) til að segja eða gera eitthvað. Hvað finnið þið í þessum versum sem gæti veitt ykkur sjálfstraust til að fylgja hvatningu andans?

Kenning og sáttmálar 68:25–28

Foreldrar bera ábyrgð á að kenna börnum sínum.

Systir Joy D. Jones, aðalforseti Barnafélagsins, kenndi: „[Lykilatriði] í því að hjálpa börnum okkar að hrinda syndinni frá sér, er … að byrja þegar þau eru mjög ung og kenna þeim grundvallarkenningar á kærleiksríkan máta – frá ritningunum, Trúaratriðunum, úr bæklingnum Til styrktar æskunni, Barnafélagssálmum, sálmum, og persónulegum vitnisburði okkar – það mun leiða börnin til frelsarans“ („Syndþolin kynslóð,“ aðalráðstefna, apríl 2017).

Hverjar eru sumar þeirra „grundvallarkenninga“ sem systir Jones segir að foreldrum beri að kenna börnum sínum, samkvæmt Kenningu og sáttmálum 68:25–28? Afhverju er þessi mikilvæga ábyrgð lögð á foreldra? Hvað segðuð þið við foreldra sem fyndust þeir ekki hæfir til að kenna börnum sínum þetta efni?

Sjá einnig Tad R. Callister, „Foreldrar: Aðalkennarar fagnaðarerindisins fyrir börnin,“ aðalráðstefna, október 2014.

Fjölskylda við nám

Heimilið er tilvalinn staður fyrir trúarkennslu barna.

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 67:10–14.Hvernig koma öfund, ótti og dramb í veg fyrir að við vöxum nær Drottni? Afhverju getur „náttúrlegur maður“ ekki verið í návist Drottins? (vers 12; sjá einnig Mósía 3:19). Hvað finnum við í þessum versum sem hvetur okkur til að „[halda] áfram af þolinmæði, þar til [við erum] fullkomnaðir“? (vers 13).

Þið getið líka, sem fjölskylda, farið yfir boðskap öldungs Jeffreys R. Holland „Verið þér því fullkomnir - að lokum“ (aðalráðstefna, október 2017).

Kenning og sáttmálar 68:3–4.Fjölskyldumeðlimir gætu sagt frá upplifunum þar sem þau hafa styrkst í þeirri trú að orð þjóna Drottins séu „vilji Drottins,“ „hugur Drottins“ og „kraftur Guðs til sáluhjálpar“ (vers 4). Þau gætu líka þess í stað leitað nýlegs boðskapar aðalráðstefnu, sem fjallar um áskoranir sem fjölskylda ykkar gæti staðið frammi fyrir.

Kenning og sáttmálar 68:25–35.Þessi vers greina frá mikilvægri leiðsögn fyrir „íbúa Síonar“ (vers 26). Á hvaða sviðum erum við hvött til að bæta okkur við lestur þessara versa? Gaman gæti verið að búa til myndir sem lýsa sumum reglnanna í þessum versum og fela þær hér og þar á heimili ykkar. Þegar einhver síðan finnur mynd á næstu dögum, getið þið notað hana sem tækifæri til að kenna regluna sem hún lýsir. Afhverju er börnum best að læra þetta efni á heimili sínu?

Kenning og sáttmálar 69:1–2.Oliver Cowdery var sendur til Missouri með skrifuð eintök af opinberunum spámannsins til prentunar, ásamt fé til hjálpar við uppbyggingu kirkjunnar þar. Hver var leiðsögn Drottins í versi 1 varðandi ferð Olivers? Afhverju er mikilvægt að vera með þeim „sem [er] sannur … og staðfastur“? (vers 1). Hvenær hafa vinir haft áhrif á okkur varðandi góðar eða slæmar ákvarðanatökur? Hvernig getum við haft góð áhrif á aðra?

Kenning og sáttmálar 70:1–4.Drottinn veitti ákveðnum öldungum þá ábyrgð að hafa umsjón með útgáfu opinberananna. Hvernig getum við verið „ráðsmenn yfir opinberunum … og boðum,“ ef við höfum ekki þessa sérstöku ábyrgð“? (vers 3).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Heimilið er himni nær,“ Sálmar, n. 111.

Bæta kennslu okkar

Heimfærið ritningarnar upp á líf ykkar. Hvetjið fjölskyldumeðlimi til að tileinka sér ritningarvers, eftir lestur þeirra. Þið gætuð t.d. hvatt þau til að hugsa um álíka aðstæður sem þau gætu lent í sem felur í sér sömu trúarreglur.

Prentvél Grandins

Boðorðabókin, fyrirrennari Kenningar og sáttmála, var prentuð í samskonar prentvél.