Kenning og sáttmálar 2021
31. maí – 6. júní. Kenning og sáttmálar 60–62: „Allt hold í hendi minni“


„31. maí – 6. júní. Kenning og sáttmálar 60–62: ‚Allt hold í hendi minni‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„31. maí – 6. júní. Kenning og sáttmálar 60–62,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Missouri-fljótið

Varðeldur á Missouri, eftir Bryan Mark Taylor

31. maí – 6. júní

Kenning og sáttmálar 60–62

„Allt hold í hendi minni“

Ezra Taft Benson forseti kenndi, að þegar við lærum ritningarnar, þá munu „vitnisburðir aukast, skuldbindingar styrkjast. fjölskyldur eflast, persónulegar opinberanir munu streyma“ („The Power of the Word,“ Ensign, maí 1986, 81).

Skráið hughrif ykkar

Í júní 1831 hélt Joseph Smith ráðstefnu með öldungum kirkjunnar í Kirtland. Á henni skipulagði Drottinn suma öldunga sína í samneyti og sendi þá til Jackson-sýslu, Missouri, með boðinu um að „prédika … á leið sinni“ (Kenning og sáttmálar 52:10). Margir öldunganna gerðu það af kostgæfni, en aðrir ekki. Þegar að því kom að fara aftur til Kirtland, sagði Drottinn: „Með suma [öldungana] er ég ekki vel ánægður, því að þeir vilja ekki ljúka upp munni sínum, heldur dylja þann hæfileika, sem ég hef gefið þeim, af ótta við mennina“ (Kenning og sáttmálar 60:2). Mörg okkar gætu haft samúð með þessum öldungum – við gætum líka verið hikandi við að ljúka upp munni okkar og miðla fagnaðarerindinu. Kannski erum við líka hikandi af „ótta við mennina.“ Kannski efumst við um verðugleika okkar eða getu. Drottinn þekkir „veikleika mannsins og veit hvernig skal liðsinna [okkur],“ hverjar sem aðstæður okkar eru (Kenning og sáttmálar 62:1). Hér og þar í þessum opinberunum til fyrrum trúboða eru hughreystingarorð sem geta hjálpað okkur að sigrast á þeim ótta að miðla fagnaðarerindinu – eða öðru sem við óttumst: „Ég, Drottinn, ríki á himnum uppi.“ „Ég get gjört yður heilaga.“ „Allt hold er í mínum höndum.“ „Verið vonglöð, litlu börn, því að ég er mitt á meðal yðar.“ (Kenning og sáttmálar 60:4, 7; 61:6, 36.)

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 6062

Það er Drottni þóknanlegt þegar ég lýk upp munni mínum til að miðla fagnaðarerindinu.

Öll höfum við upplifað að hafa ekki miðlað einhverjum fagnaðarerindinu þegar við áttum kost á því, en ekki gert það af einhverjum ástæðum. Þegar þið lesið orð Drottins til fyrrum trúboða sem létu bregðast að „ljúka upp munni sínum,“ íhugið þá eigin tækifæri til að miðla fagnaðarerindinu. Hvernig er vitnisburður ykkar um fagnaðarerindið eins og „[hæfileiki]“ eða fjársjóður frá Guði? Hvernig „dyljum“ við stundum „hæfileika“ okkar? (Kenning og sáttmálar 60:2; sjá einnig Matteus 25:14–30).

Drottinn leiðrétti þessa fyrrum trúboða, en reyndi líka að innblása þá. Hvaða hvatningarorð hans finnið þið í köflum 60 og 62? Hvernig efla þessi vers sjálfstraust ykkar til að miðla fagnaðarerindinu? Verið opin fyrir tækifærum á næstu dögum til að ljúka upp munni ykkar og miðla því sem Guð hefur trúað ykkur fyrir.

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 33:8–10; 103:9–10; Dieter F. Uchtdorf, „Trúboðsstarf: Gefa af hjartans list,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Ljósmynd
Trúboðar í strætó

Guð vill að ég miðli öðrum fagnaðarerindinu.

Kenning og sáttmálar 61:5–6, 14–18

Lagði Drottinn bölvun á öll vötn?

Aðvörun Drottins í Kenningu og sáttmálum 61 er að hluta aðvörun um þær hættur sem fólk hans gæti staðið frammi fyrir á ferð sinni til Síonar á Missouri-fljótinu, sem á þeim tíma var þekkt fyrir að vera varasamt. Þessa aðvörun ber ekki að túlka svo að við ættum að forðast að ferðast á vatni eða sjó. Drottinn „hefur allt vald,“ líka vald yfir vötnum (vers 1).

Kenning og sáttmálar 61–62

Drottinn er alvaldur og megnar að varðveita mig.

Á leið aftur til Kirtland urðu Joseph Smith og fleiri kirkjuleiðtogar fyrir lífshættulegri upplifun á Missouri-fljótinu (sjá Saints [Heilagir], 1:133–34). Drottinn notaði þetta tækifæri til að aðvara og fræða þjóna sína. Hvað finnið þið í Kenningu og sáttmálum 61 sem hvetur ykkur til að treysta Drottni í áskorunum ykkar? Afhverju er t.d. mikilvægt að vita að Guð er „frá eilífð til eilífðar“? (vers 1).

Álíka innsýn má finna í kafla 62. Hvað kennir Drottinn ykkur um sig sjálfan og mátt sinn í þessari opinberun?

Ígrundið trúarstyrkjandi upplifanir þegar Drottinn hefur hjálpað ykkur að takast á við andlegt og stundlegt andstreymi.

Kenning og sáttmálar 62

Drottinn vill að ég taki sumar ákvarðanir „eins og [mér] hentar.“

Stundum veitir Drottinn okkur afmarkaða leiðsögn og öðrum stundum lætur hann okkur eftir að taka ákvörðun. Hvernig sjáið þið þessa reglu útskýrða í Kenningu og sáttmálum 62? (sjá einnig Kenning og sáttmálar 60:5; 61:22). Hvernig hafið þið séð þessa reglu í lífi ykkar? Afhverju er okkur hollt að taka sumar ákvarðanir án sérstakrar leiðsagnar frá Guði?

Sjá einnig Eter 2:18–25; Kenning og sáttmálar 58:27–28.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 60:2–3.Afhverju voru sumir hinna fyrrum trúboða hikandi við að miðla fagnaðarerindinu? Afhverju erum við stundum hikandi? Íhugið að fara í hlutverkaleik til að sýna hvernig fjölskyldumeðlimir gætu miðlað fagnaðarerindinu á ýmsa vegu.

Kenning og sáttmálar 61:36–39.Hvaða ástæður sjáum við í þessum versum til að „[vera] vonglöð“? (sjá einnig Jóhannes 16:33). Ef til vill gæti fjölskylda ykkar skrifað eða teiknað það sem færir henni gleði og safnað því í krukku með nafnið „Vonglöð.“ (Verið viss um að hafa mynd af frelsaranum og áminningar um elsku hans til okkar.) Þegar fjölskyldumeðlimir þurfa að vera minntir á ástæðu þess að vera hamingjusamir í vikunni, gætu þeir valið eitthvað úr krukkunni.

Kenning og sáttmálar 61:36.Hvernig gætuð þið hjálpað fjölskyldu ykkar að minnast þess að frelsarinn er „mitt á meðal [okkar]? Þið gætuð tekið sameiginlega ákvörðun um áberandi stað á heimili ykkar, þar sem setja mætti myndina af honum. Hvernig getum við boðið frelsaranum inn í líf okkar?

Kenning og sáttmálar 62:3.Ef til vill gætuð þið haft vitnisburðarsamkomu með fjölskyldunni eftir lestur þessa vers. Til að útskýra hvað vitnisburður er, gætuð þið miðlað hluta úr boðskap M. Russells Ballard forseta „Hreinn vitnisburður“ (aðalráðstefna, október 2004). Afhverju er gagnlegt að skrá vitnisburði okkar?

Kenning og sáttmálar 62:5, 8.Afhverju gefur Drottinn ekki fyrirmæli um allt sem varðar líf okkar? Hvernig ber okkur að taka ákvarðanir, samkvæmt versi 8?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Vitnisburður,“ Sálmar, nr. 37.

Bæta persónulegt nám

Látið andann leiða ykkur í náminu. Látið heilagan anda leiða ykkur. Látið dag hvern leiðast af hinni lágværu rödd andans, að því efni sem þið þurfið að læra, jafnvel þótt það sé annað efni en þið venjulega lærið og þið nálgist það á annan hátt.

Ljósmynd
Jesús heldur á lambi

Góði hirðirinn, eftir Del Parson

Prenta