Kenning og sáttmálar 2021
14.–20. júní. Kenning og sáttmálar 64–66: „Drottinn krefst hjartans og viljugs huga”


„14.–20. júní. Kenning og sáttmálar 64-66: ,Drottinn krefst hjartans og viljugs huga,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„14.–20. júní. Kenning og sáttmálar 64–66,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Sólarupprás á akri

Daviess-sýsla, Missouri

14.–20. júní

Kenning og sáttmálar 64–66

„Drottinn krefst hjartans og viljugs huga“

Henry B. Eyring forseti sagði: „Ég lýk oft upp ritningunum með þessa spurningu: ‚Hvað vill Guð að ég geri?‘ eða ‚Hvað vill hann að ég skynji?‘ Undantekningarlaust berast mér nýjar hugmyndir og hugsanir sem aldrei áður hafa komið upp“ („How God Speaks to Me through the Scriptures,“ 6. febr. 2019, blog.ChurchofJesusChrist.org).

Skráið hughrif ykkar

Í hinum þjakandi hita ágústmánaðar 1831 voru nokkrir öldungar á ferð heim til Kirtland eftir að hafa kannað land Síonar í Missouri, samkvæmt fyrirmælum Drottins. Þetta var ekki skemmtileg ferð. Ferðafélögunum – Joseph Smith, Oliver Cowdery, Sidney Rigdon, Ezra Booth og fleiri – var heitt og þeir þreyttir og lævi blandið loftið leiddi fljótlega til deilna. Svo virtist sem uppbygging Síonar, borgar elsku, einingar og friðar, myndi taka langan tíma.

Uppbygging Síonar – í Missouri 1831 eða í hjörtum og deildum okkar í dag – gerir sem betur fer ekki kröfu um að við séum fullkomin. „En af yður er krafist, að þér fyrirgefið öllum mönnum,“ sagði Drottinn (Kenning og sáttmálar 64:10). Hann „krefst hjartans og viljugs huga“ (vers 34). Hann krefst líka þolgæðis og kostgæfnis, því Síon er byggð á undirstöðu hins „smáa,“ af þeim sem „[þreytast] ekki á að gjöra gott“ (vers 33).

Sjá einnig Saints [Heilagir], 1:133–34, 136–37.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 64:1–11

Af mér er krafist að ég fyrirgefi öllum.

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 64:1–11, hugsið þá um tilvik þar sem Drottinn fyrirgaf ykkur. Þið gætuð líka hugsað til einhvers sem þið þurfið að fyrirgefa. Hver eru áhrif samúðar frelsarans á tilfinningar ykkar gagnvart ykkur sjálfum og öðrum? Afhverju haldið þið að Drottinn bjóði okkur að „fyrirgefa öllum“? (vers 10). Ef þið eigið erfitt með að fyrirgefa, hugleiðið þá hvað eftirfarandi efni kennir um það hvernig frelsarinn getur hjálpað: Jeffrey R. Holland, „Þjónusta sáttargjörðar,“ aðalráðstefna, október 2018; Leiðarvísir að ritningunum, „Fyrirgefa,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Kenning og sáttmálar 64:31–34

Guð krefst hjarta míns og viljugs huga.

„Þreytist“ þið einhvern tíma á öllu því sem þið reynið að koma til leiðar með því að „gjöra gott“? Leitið að boðskap Drottins fyrir ykkur í Kenningu og sáttmálum 64:31–34. Hver er merking þess að gefa Guði hjarta ykkar og viljugan huga, sjá vers 34).

Kenning og sáttmálar 64:41–43

Síon verður „merki fyrir allar þjóðir.“

Merki er „fáni sem fólk þjappar sér saman um vegna sameiginlegs markmiðs eða til auðkennis“ (Leiðarvísir að ritningunum, „Merki,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl). Hvernig hefur Síon – eða kirkja Drottins – verið ykkur sem merki? Skoðið fleiri dæmi um hluti sem haldið er á lofti, eins og merki, til að blessa fólkið: 4. Mósebók 21:6–9; Matteus 5:14–16; Alma 46:11–20. Hvað kenna þessi vers ykkur um það sem þið getið gert til að hjálpa kirkjunni að vera merki á ykkar svæði? Gætið að öðrum lýsingum Drottins á Síon í Kenningu og sáttmálum 64:41–43.

Ljósmynd
Moróní hershöfðingi

Moróní hershöfðingi heldur á frelsistákninu, eftir Gary E. Smith

Kenning og sáttmálar 65

„Greiðið veg Drottins.“

Matteus lýsti Jóhannesi skírara sem hrópanda orðanna: „Greiðið veg Drottins“ (Matteus 3:3; sjá einnig Jesaja 40:3). Í Kenningu og sáttmálum 65 notar Drottinn svipuð orð til að lýsa síðari daga verki sínu. Hvað sjáið þið sem er líkt með því sem Jóhannes skírari gerði (sjá Matteus 3:1–12) og því sem Drottinn vill að við gerum á okkar tíma? Hvað finnið þið í þessari opinberun sem hvetur ykkur til að hjálpa við uppfyllingu spádómanna þar. Ígrundið hvernig þið getið „[kunngjört] hin undursamlegu verk [Guðs] meðal fólksins“ (vers 4).

Kenning og sáttmálar 66

Drottinn þekkir hugsanir hjarta míns.

Stuttu eftir að William E. McLellin gekk í kirkjuna, bað hann Joseph Smith að opinbera sér vilja Guðs varðandi sig sjálfan. Joseph vissi það ekki, en William hafði fimm persónulegar spurningar, sem hann vonaði að Drottinn svaraði með spámanni sínum. Við vitum ekki hverjar spurningar Williams voru, en við vitum að opinberunin sem ætluð var honum, nú Kenning og sáttmálar 66, svaraði öllum spurningum Williams, „svo hann varð fyllilega ánægður“ („William McLellin’s Five Questions [Fimm spurningar Williams McLellin],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 138).

Þegar þið lesið kafla 66, íhugið þá hvað Drottinn vissi um William McLellin og áhyggjur og ásetning hjarta hans. Hvernig hefur Drottinn opinberað að hann þekkir ykkur? Ef þið hafið hlotið patríarkablessun, gætuð þið ígrundað hana. Hvað hjálpar heilagur andi ykkur að skilja um vilja Guðs fyrir ykkur, er þið gerið svo?

Sjá einnig Saints [Heilagir], 1:138–40; Leiðarvísir að ritningunum, „Patríarkablessanir,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 64:8-10.Okkur gefast mörg tækifæri til að læra að fyrirgefa í samskiptum fjölskyldunnar. Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir ykkar rætt um það hvernig það hefur blessað fjölskylduna að fyrirgefa hvert öðru. Hvernig hefur frelsarinn hjálpað okkur að fyrirgefa hvert öðru? Hvernig er að okkur „þrengt“ (vers 8) þegar við fyrirgefum ekki öðrum?

Kenning og sáttmálar 64:33.Hvað vill himneskur faðir að fjölskylda ykkar geri til að leiða fram hans „[mikla] verk“? Það gæti ef til vill verið að fara í musterið, miðla einhverjum fagnaðarerindinu eða láta af deilum. Hver fjölskyldumeðlimur gæti safnað litlum hlutum, eins og steinum, hnöppum eða púsli, og notað þá til að tákna hið „smáa“ sem við getum gert dag hvern til að „leggja grunn“ að hinu mikla verki Guðs. Veljið einn þessara smáu hluta, sem fjölskylda, til að vinna að þessa vikuna.

Kenning og sáttmálar 66:3.Hvernig kennið þið mikilvægi iðrunar? Þið gætuð reitt fram mat á disk sem er hreinn að hluta og lesið orð Drottins til Williams McLellin: „Þú ert hreinn, en ekki í öllu.“ Þið gætuð síðan hreinsað diskinn og borðað matinn saman, meðan þið ræðið hvernig Jesús Kristur gerir okkur mögulegt að vera andlega hrein.

Kenning og sáttmálar 66:10.Hvernig getur fjölskylda ykkar fylgt þeirri leiðsögn Drottins að „ofhlaðast [ekki] byrðum“ eða færast of mikið í fang? Þið gætuð rætt söguna um Mörtu og Maríu (sjá Lúkas 10:38–42) og hvernig fjölskylda ykkar gæti forðast að ofhlaðast því sem ekki hefur eilíft gildi.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hjálpa mér, faðirBarnasöngbókin, 52.

Bæta kennslu okkar

Verið tiltæk og aðgengileg. Sum bestu tækifærin til kennslu, hefjast oft á spurningu eða áhyggjuefni sem hvílir á fjölskyldumeðlim. Látið fjölskyldumeðlimi vita í orði og verki að þið viljið óðfús hlusta á þau. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 16.)

Ljósmynd
Kona krýpur hjá Jesú

Fyrirgefning, eftir Greg K. Olsen. Notað með leyfi. www.GregOlsen.com

Prenta