Í ritningunum táknar að fyrirgefa almennt eitt af tvennu: (1) Þegar Guð fyrirgefur mönnum, afturkallar hann eða leggur til hliðar refsinguna sem syndin útheimtir. Fyrir friðþægingu Krists stendur fyrirgefning synda öllum til boða sem iðrast, nema þeim sem sekir eru um morð eða hina ófyrirgefanlegu synd gegn heilögum anda. (2) Þegar fólk fyrirgefur hvert öðru, kemur það fram af kristilegum kærleika og erfir ekki misgjörðir þeirra sem brotið hafa gegn þeim (Matt 5:43–45; 6:12–15; Lúk 17:3–4; 1 Ne 7:19–21).