Esaú Sjá einnig Ísak; Jakob, sonur Ísaks Í Gamla testamenti, eldri sonur Ísaks og Rebekku og tvíburabróðir Jakobs. Bræðurnir voru keppinautar frá fæðingu (1 Mós 25:19–26). Afkomendur Esaú, Edómítar, og afkomendur Jakobs, Ísraelítar, urðu andstæðar þjóðir (1 Mós 25:23). Esaú seldi Jakob frumburðarréttinn, 1 Mós 25:33 (Hebr 12:16–17). Esaú kvongaðist Hetítakonum, í óþökk foreldra sinna, 1 Mós 26:34–35. Jakob og Esaú sættust, 1 Mós 33.