Heiður Sjá einnig Lotning; Meta Oftast notað í ritningunum um að sýna einhverjum eða einhverju virðingu og lotningu. Heiðra föður þinn og móður þína, 2 Mós 20:12 (1 Ne 17:55; Mósía 13:20). Tigna Drottin með eigum þínum, Okv 3:9. Þann sem þjónar mér, mun faðirinn heiðra, Jóh 12:26. Eiginmenn, veitið konum yðar virðingu, 1 Pét 3:7. Með vörum sínum einum saman heiðra þeir Drottin, 2 Ne 27:25 (Jes 29:13). Ég leita ekki eftir heiðri heimsins, Al 60:36. Djöfullinn gjörði uppreisn gegn mér og sagði: Veit mér heiður þinn, sem er kraftur minn, K&S 29:36. Hinir trúföstu munu krýndir heiðri, K&S 75:5 (K&S 124:55). Drottinn hefur unun af að heiðra þá sem honum þjóna, K&S 76:5. Þeir eru ekki útvaldir, vegna þess að þeir leita sér svo mannlegrar upphefðar, K&S 121:34–35. Vér trúum að virða beri og styðja lög landsins, TA 1:12 (K&S 134:6).