Alma eldri Nefítaspámaður í Mormónsbók sem skipulagði kirkjuna á dögum hins spillta konungs Nóa. Var prestur hins spillta konungs Nóa og afkomandi Nefís, Mósía 17:1–2. Eftir að hafa heyrt og trúað orðum Abinadís, var hann rekinn brott af konungi. Hann flúði, faldi sig og færði í letur orð Abinadís, Mósía 17:3–4. Iðraðist og kenndi orð Abinadís, Mósía 18:1. Skírði við Mormónsvötn, Mósía 18:12–16. Skipulagði kirkjuna, Mósía 18:17–29. Kom með fólki sínu til Sarahemla, Mósía 24:25. Var falin stjórn kirkjunnar, Mósía 26:8. Felldi dóma og leiddi kirkjuna, Mósía 26:34–39. Vígði son sinn til embættis æðsta prests, Al 4:4 (Mósía 29:42; Al 5:3).