Námshjálp
Bölvun


Bölvun

Í ritningunum er bölvun beiting guðlegs lögmáls sem leyfir eða leiðir dóm og afleiðingar hans yfir hlut, einstakling eða menn fyrst og fremst sakir óráðvendni. Bölvanir birta guðlegan kærleik og réttvísi Guðs. Þær geta verið bein ráðstöfun Guðs eða boðaðar af lögmætum þjónum hans. Stundum er full ástæða fyrir bölvuninni kunn Guði einum. Þar að auki reyna þeir ástand bölvunar, sem viljandi óhlýðnast Guði og fjarlægjast anda Drottins.

Drottinn kann að aflétta bölvun vegna trúar einstaklings eða manna á Jesú Krist og hlýðni við lögmál og helgiathafnir fagnaðarerindisins (Al 23:16–18; 3 Ne 2:14–16; TA 1:3).

Bölv og ragn

Að bölva er einnig að nota óguðlegt málfar, svívirða og guðlasta.