Malakí
Spámaður Gamla testamentis sem ritaði og spáði um 430 f.Kr.
Bók Malakís
Bók eða spádómur Malakís er síðasta ritið í Gamla testamentinu. Efni hennar má greina í fjóra meginþætti: (1) syndir Ísraels — Malakí 1:6–2:17; 3:8–9; (2) dómarnir sem falla munu á Ísrael sakir óhlýðni þeirra — Malakí 1:14; 2:2–3, 12; 3:5; (3) loforð fyrir hlýðni — Malakí 3:10–12, 16–18; 4:2–3; og (4) spádómar varðandi Ísrael — Malakí 3:1–5; 4:1, 5–6 (K&S 2; 128:17; JS — S 1:37–39).
Í spádómi sínum ritar Malakí um Jóhannes skírara (Mal 3:1; Matt 11:10), tíundarlögmálið (Mal 3:7–12), síðari komu Drottins (Mal 4:5) og að Elía snúi aftur (Mal 4:5–6; K&S 2; 128:17; JS — S 1:37–39). Frelsarinn vitnaði til 3. og 4. kapítula Malakí í heild er hann ræddi við Nefítana (3 Ne 24–25).