Nehemía
Í Gamla testamenti, Ísraelíti og höfðingi í Babýloníu (annað hvort Levíti eða af ættkvísl Júda) sem var í embætti byrlara við hirð Artahsastasar, en frá honum fékk hann konunglega tilskipun um heimild til að endurreisa múra Jerúsalemsborgar.
Bók Nehemía
Sú bók er framhald Esrabókar. Hún hefur að geyma frásögn af framgangi og erfiðleikum við starfið í Jerúsalem eftir heimkomu Gyðinga úr ánauðinni í Babýloníu. Kapítular 1–7 segja frá fyrstu heimsókn Nehemía til Jerúsalem og endurbyggingu borgarmúranna þrátt fyrir mikla andstöðu. Kapítular 8–10 lýsa trúarlegum og þjóðfélagslegum umbótum sem Nehemía reyndi að koma á. Kapítular 11–13 hafa að geyma nöfn verðugra og þar er greint frá vígslu múranna. Vers 4–31 í 13. kapítula skýra frá annarri heimsókn Nehemía til Jerúsalem eftir tólf ára fjarveru.