Mósía, synir hans
Í Mormónsbók, fjórir synir Mósía konungs, sem snerust til trúar eftir að engill birtist þeim og kallaði þá til iðrunar. Nöfn þeirra voru Ammon, Aron, Omner og Himní (Mósía 27:34). Þeir boðuðu Lamanítum trú með miklum árangri í 14 ár. Frásögn af þjónustu þeirra meðal Lamaníta er að finna í bók Alma, 17. til 26. kapítula.