Námshjálp
Fall Adams og Evu


Fall Adams og Evu

Sá ferill er mannkyn gjörðist dauðlegt á þessari jörð. Þegar Adam og Eva neyttu af forboðna ávextinum, urðu þau dauðleg, þ. e. háð synd og dauða. Adam varð hið „fyrsta hold“ á jörðu (HDP Móse 3:7). Síðari daga opinberun gjörir ljóst að fallið er blessun og Adam og Eva skulu heiðruð sem frumforeldrar alls mannkyns.

Fallið var nauðsynlegt skref á framfarabraut mannsins. Þar eð Guð vissi að fallið yrði, hafði hann í fortilverunni undirbúið frelsara. Jesús Kristur kom á hádegisbaug tímans til að bæta fyrir fall Adams og einnig fyrir eigin syndir manna með því skilyrði að þeir iðruðust.