Hebreska
Semískt tungumál, þjóðtunga barna Ísraels.
Hebreska var töluð af Ísraelítum fram að heimkomu þeirra frá herleiðingunni í Babýloníu, en þá varð aramíska daglegt mál þeirra. Á tímum Jesú var hebreska mál lærðra manna, lagamál og mál trúarbókmennta.