Námshjálp
Jerúsalem


Jerúsalem

Borg staðsett þar sem nú er Ísrael. Mikilvægasta borg biblíusagnanna. Sumir helgustu staðir kristinna manna, Gyðinga og Múhameðstrúarmanna eru í þeirri borg og eru heimsóttir reglulega af mörgum sanntrúuðum. Oft er hún nefnd borgin helga.

Jerúsalem eitt sinn þekkt sem Salem (1 Mós 14:18; Sálm 76:2), var borg Jebúsíta þar til Davíð lagði hana undir sig (Jós 10:1; 15:8; 2 Sam 5:6–7), og gjörði hana að höfuðborg sinni. Fram að því var hún fyrst og fremst fjallavígi, um 800 metra yfir sjávarmáli. Umhverfis hana eru djúpir dalir á allar hliðar nema að norðan.

Á stjórnartíð Davíðs í Jerúsalem bjó hann í höll úr timbri. En á tíma Salómons gerði þjóðin margt til að prýða borgina, meðal annars að byggja konungshöllina og musterið.

Eftir klofningu ríkisins í Ísrael og Júdeu, var Jerúsalem áfram höfuðborg Júdeu. Hún varð oft fyrir árásum innrásarherja (1 Kon 14:25; 2 Kon 14:13; 16:5; 18–19; 24:10; 25). Jerúsalem varð miðstöð trúariðkana á tíma Hiskía en var að hluta eyðilögð 320 f.Kr., 168 f.Kr. og 65 f.Kr. Heródes endurbyggði múrana og musterið en 70 e.Kr. gjöreyðilögðu Rómverjar hana.