Námshjálp
Martin Harris


Martin Harris

Eitt þriggja vitna að guðlegum uppruna og sannleiksgildi Mormónsbókar. Hann veitti Joseph Smith og kirkjunni fjárhagsstuðning. Drottinn bað Martin Harris að selja eignir sínar og gefa andvirðið til að greiða prentun Mormónsbókar (K&S 19:26–27, 34–35), að vera kirkjunni fordæmi (K&S 58:35), og helga fé sitt til boðunar orðsins (K&S 104:26).

Martin Harris var útilokaður frá kirkjunni en kom síðar aftur sem fullgildur meðlimur. Til æviloka vitnaði hann, að hann hefði séð engilinn Moróní og gulltöflurnar sem Joseph Smith þýddi Mormónsbók af.