Hold Sjá einnig Dauðlegur, dauðleiki; Hinn náttúrlegi maður; Holdlegur; Líkami Hold hefur nokkrar merkingar: (1) sá mjúki vefur sem myndar líkami manna, dýra, fugla og fiska; (2) dauðleiki; eða (3) líkamlegt eða holdlegt eðli mannsins. Líkamsvefur Allt sem hrærist og lifir, skal vera yður til fæðu, 1 Mós 9:3. Dýr ætti ekki að drepa að óþörfu, ÞJS, 1 Mós 9:10–11 (K&S 49:21). Dýr og fuglar eru ætluð manninum til fæðu og klæðis, K&S 49:18–19 (K&S 59:16–20). Við ættum að neyta kjöts í hófi, K&S 89:12–15. Dauðleiki Jesús er hinn eini getinn af föðurnum í holdinu, Jóh 1:14 (Mósía 15:1–3). Adam varð hið fyrsta hold á jörðu, HDP Móse 3:7. Holdlegt eðli mannsins Bölvaður er sá maður sem gjörir hold að styrkleika sínum, Jer 17:5. Andinn er reiðubúinn, en holdið er veikt, Mark 14:38. Fýsn holdsins er ekki frá föðurnum, 1 Jóh 2:16. Nefí hryggðist vegna holds síns og misgjörða, 2 Ne 4:17–18, 34. Semjið yður ekki að vilja djöfulsins og holdsins, 2 Ne 10:24.