Móab
Land sem á tíma Gamla testamentis var staðsett austan við Dauðahafið. Móabítar voru afkomendur Lots og skyldir Ísraelítum. Mál þeirra líktist hebresku. Sífelld hernaðarátök voru milli Móabíta og Ísraelíta (Dóm 3:12–30; 11:17; 2 Sam 8:2; 2 Kon 3:6–27; 2 Kro 20:1–25; Jes 15).