Jósúa
Leiðtogi og spámaður í Gamla testamenti og arftaki Móse. Hann fæddist í Egyptalandi áður en Ísraelsbörn sluppu þaðan (4 Mós 14:26–31). Hann var ásamt Kaleb í hópi 12 njósnara sem sendir voru til Kanaanlands. Aðeins þeir tveir báru landinu góða sögu (4 Mós 13:8, 16–33; 14:1–10). Hann dó, 110 ára að aldri (Jós 24:29). Jósúa er stórkostlegt dæmi um trúrækinn, spámannlegan stríðsmann.
Jósúabók
Bókin er kennd við Jósúa vegna þess að hann er höfuðpersóna hennar, en ekki af því að hann sé höfundur hennar. Kapítular 1–12 lýsa sigurvinningum í Kanaanlandi; kapítular 13–24 segja frá skiptingu landsins meðal ættkvísla Ísraels og greina frá síðustu ráðgjöf Jósúa
Tvö athyglisverð vers í Jósúabók eru fyrirmæli Drottins til hans að hugleiða ritningarnar (Jós 1:8) og ákall Jósúa til þjóðarinnar að vera trúföst í Drottni (Jós 24:15).