Grundvallarregla Sjá einnig Fagnaðarerindi Undirstöðukenning, sannleikur eða lögmál. Frumreglur fagnaðarerindisins eru trú á Drottin Jesú Krist og iðrun (TA 1:4). Án þess að sleppa byrjunar-kenningunum um Krist, sækjum fram til fullkomleikans, ÞJS, Hebr 6:1. Öldungar, prestar og kennarar skulu kenna grundvallarreglur fagnaðarerindis míns, sem eru í ritningunum, K&S 42:12. Fræðist enn betur um fræðisetningar, grundvallarreglur, um allt, K&S 88:78 (K&S 97:14). Sérhver maður geti með tilliti til kenninga og reglna starfað í samræmi við það siðferðilega sjálfræði, sem ég hef gefið honum, K&S 101:78. Hvert það vitsmunastig, sem við öðlumst í þessu lífi, mun fylgja okkur í upprisunni, K&S 130:18–19.