Djúp hollusta og hlýhugur. Ást á Guði felur í sér hollustu, tilbeiðslu, lotningu, viðkvæmni, miskunn, fyrirgefningu, samúð, náð, þjónustu, þakklæti, góðvild. Stærsta dæmið um kærleik Guðs til barna sinna er óendanleg friðþæging Jesú Krists.
Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, Jóh 3:16 (K&S 138:3 ).
Elskið hver annan eins og ég hef elskað yður, Jóh 13:34 (Jóh 15:12, 17 ; HDP Móse 7:33 ).
Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín, Jóh 14:15 (K&S 42:29 ).
Enginn á meiri kærleik en þann, að leggja lífið í sölurnar fyrir vini sína, Jóh 15:13 .
Pétur, elskar þú mig meira en þessir? Gæt þú sauða minna, Jóh 21:15–17 .
Ekkert fær aðskilið okkur frá kærleik Guðs í Kristi, Róm 8:35–39 .
Það sem auga sá ekki, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann, 1 Kor 2:9 .
Þjónið hver öðrum í kærleika, Gal 5:13 .
Þér menn, elskið konur yðar, Ef 5:25 (Kól 3:19 ).
Elskið ekki heiminn, 1 Jóh 2:15 .
Guð er kærleikur, 1 Jóh 4:8 .
Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði, 1 Jóh 4:19 .
Kristur leið vegna ástríks kærleika síns til manna, 1 Ne 19:9 .
Sækið fram í ást til Guðs og allra manna, 2 Ne 31:20 .
Þér munuð kenna þeim að elska hvert annað og þjóna hvert öðru, Mósía 4:15 .
Hafi yður langað til að syngja söng hinnar endurleysandi elsku, finnið þér slíkt nú, Al 5:26 .
Látið leiðast af heilögum anda, þolinmóðir, fullir af elsku, Al 13:28 .
Haf taumhald á ástríðum þínum, svo að þú fyllist elsku, Al 38:12 .
Engar deilur voru vegna elsku Guðs, sem bjó í hjörtum fólksins, 4 Ne 1:15 .
Allt sem býður að elska Guð er innblásið af Guði, Moró 7:13–16 .
Kærleikurinn er hin hreina ást Krists, Moró 7:47 .
Fullkomin elska rekur allan ótta á burt, Moró 8:16 (1 Jóh 4:18 ).
Kærleikurinn gjörir menn hæfa fyrir Guðs verk, K&S 4:5 (K&S 12:8 ).
Helgun fæst til allra þeirra sem elska og þjóna Guði, K&S 20:31 .
Ef þér elskið mig, skuluð þér þjóna mér og halda boðorð mín, K&S 42:29 (Jóh 14:15 ).
Auðsýn vaxandi kærleik þeim sem þú hefur leiðrétt eða vandað um við, K&S 121:43 .