Þekking og andlegt vitni gefið af heilögum anda. Vitnisburður getur einnig verið opinber eða lögformleg yfirlýsing um það sem maðurinn telur rétt vera (K&S 102:26 ).
Fyrirverð þig ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin, 2 Tím 1:8 .
Vitnisburður Jesú er andi spádómsgáfunnar, Op 19:10 .
Standið sem vitni Guðs alltaf, Mósía 18:9 .
Engin önnur leið var til að ná þeim aftur en sú að bera þeim hinn falslausa vitnisburð, Al 4:19–20 .
Allt er mér vitnisburður um að þessir hlutir séu sannir, Al 30:41–44 .
Þér fáið engan vitnisburð fyrr en reynt hefur á trú yðar, Et 12:6 .
Veitti ég þér ekki hugarró varðandi þetta? Hvaða stærri vitnisburð getur þú fengið en þann, sem frá Guði kemur, K&S 6:22–23 .
Og eftir þá mörgu vitnisburði, sem gefnir hafa verið um hann, er þetta vitnisburðurinn, sem við gefum um hann, K&S 76:22–24 .
Ég sendi yður til að bera vitni og aðvara fólkið, K&S 88:81–82 .
Arfleiðendurnir eru nú dánir, og erfðaskrá þeirra er í gildi, K&S 135:4–5 .
Enok sá engla bera vitni um föðurinn og soninn, HDP Móse 7:27 .
Þótt ég væri hataður og ofsóttur fyrir að segja að ég hefði séð sýn, þá var það samt satt, JS — S 1:24–25 .