Námshjálp
Eter


Eter

Síðasti spámaður Jaredíta í Mormónsbók (Et 12:1–2).

Bók Eters

Bók í Mormónsbók sem hefur að geyma hluta af sögu Jaredíta. Jaredítar var hópur fólks sem bjó í Vesturheimi mörgum öldum fyrr en þjóð Lehís. Bók Eters var tekin af tuttugu og fjórum töflum sem fólk Limís fann (Mósía 8:8–9).

Kapítular 1–2 segja frá því er Jaredítar yfirgáfu heimili sín á tímum Babelsturnsins og hófu ferð sína þangað sem nú er kallað meginland Ameríku. Kapítular 3–6 segja frá því að bróðir Jareds sá frelsarann á fortilverustigi og að Jaredítar ferðuðust í átta skipum. Kapítular 7–11 segja áfram sögu siðspillingar sem var ríkjandi mikinn hluta Jaredítasögunnar. Moróní, sem ritstýrði sögu Eters, skráði í 12.–13. kapítula um undur trúarinnar og um Krist og Nýju Jerúsalem sem koma átti. Kapítular 14–15 greina hversu máttug þjóð Jaredítar urðu en eyddust í borgarastyrjöld sem stafaði af siðspillingu.