Líf Sjá einnig Eilíft líf; Ljós, ljós Krists Jarðnesk og andleg tilvist gjörð möguleg fyrir kraft Guðs. Ég hefi í dag lagt fyrir þig líf og heill, 5 Mós 30:15–20. Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, Sálm 16:11. Sá sem ástundar réttlæti öðlast líf, Okv 21:21. Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það, Matt 10:39 (Matt 16:25; Mark 8:35; Lúk 9:24; 17:33). Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa, Lúk 9:56. Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna, Jóh 1:4. Sá sem trúir þeim sem sendi mig er stiginn yfir frá dauðanum til lífsins, Jóh 5:24. Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, Jóh 14:6. Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna, 1 Kor 15:19–22. Guðhræðsla hefur fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið komanda, 1 Tím 4:8. Börn vor mega horfa fram til þess lífs, sem er í Kristi, 2 Ne 25:23–27. Þetta líf er tími mannanna til að búa sig undir að mæta Guði, Al 34:32 (Al 12:24). Ég er ljós og líf heimsins, 3 Ne 9:18 (Mósía 16:9; 3 Ne 11:11; Et 4:12). Blessaðir eru þeir, sem trúir eru, hvort heldur er í lífi eða dauða, K&S 50:5. Þetta eru eilífu lífin — að þekkja Guð og Jesú Krist, K&S 132:24. Það er verk mitt og dýrð mín — að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika, HDP Móse 1:39.