Máttur til að gera eitthvað. Að hafa vald yfir einhverju eða einhverjum er að hafa mátt til að stjórna eða ráða yfir þeirri manneskju eða þeim hlut. Í ritningunum er kraftur oft tengdur valdi Guðs eða krafti himins. Oft er hann nátengdur prestdæmisvaldinu, sem er leyfi eða réttur til að starfa fyrir Guð.
Þess vegna hef ég þig standa látið, til þess að ég sýndi þér mátt minn, 2 Mós 9:16 .
Sá Guð, sem gyrðir mig styrkleika og gjörir veg minn sléttan, 2 Sam 22:33 .
Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það, Okv 3:27 .
Ég er fullur af krafti, af anda Drottins, Míka 3:8 .
Allt vald er mér gefið á himni og jörðu, Matt 28:18 .
Undruðust menn mjög kenningu hans, því að vald fylgdi orðum hans, Lúk 4:32 .
Verið kyrrir í borginni, uns þér íklæðist krafti frá hæðum, Lúk 24:49 .
En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, Jóh 1:12 (K&S 11:30 ).
En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, Post 1:8 .
Ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, Róm 13:1 .
Kraftur Guðs varðveitir yður fyrir trúna til þess að þér getið öðlast hjálpræðið, 1 Pét 1:3–5 .
Jafnvel þótt maðurinn hafi kraft til að gjöra mörg máttarverk hlýtur hann samt að falla, ef hann hreykir sér í eigin styrk, K&S 3:4 .
Krafturinn til að gjöra gott býr í sérhverri manneskju, K&S 58:27–28 .
Í helgiathöfnum prestdæmis Melkísedeks opinberast kraftur guðleikans, K&S 84:19–22 .
Réttur prestdæmisins er óaðskiljanlega tengdur krafti himins, K&S 121:34–46 .