Metúsala
Sonur Enoks í Gamla testamenti. Metúsala varð 969 ára (1 Mós 5:21–27; Lúk 3:37; HDP Móse 8:7). Hann var réttlátur spámaður sem skilinn var eftir á jörðu þegar borg Enoks var tekin til himins. Hann varð eftir á jörðu til þess að afkomendur hans gætu orðið forfeður Nóa (HDP Móse 8:3–4).