Meta Sjá einnig Heiður; Lotning Að meta einhvern eða eitthvað mikils og til ágætis, einkum með tilliti til fagnaðarerindis. Hann var fyrirlitinn og vér mátum hann einskis, Jes 53:3–4. Það, sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs, Lúk 16:15. Metið aðra meira en sjálfa yður, Fil 2:3. Drottinn metur allt hold á einn og sama veg, 1 Ne 17:35. Sérhver maður skyldi meta náunga sinn til jafns við sjálfan sig, Mósía 27:4 (K&S 38:24–25). Á friðartímum mátu þeir ráð mín lítils, K&S 101:8.