Ammon, sonur Mósía Sjá einnig Antí-Nefí-Lehítar; Mósía, sonur Benjamíns; Mósía, synir hans Í Mormónsbók, sonur Mósía konungs. Ammon þjónaði sem trúboði af miklum dugnaði og átti þátt í að snúa mörgum sálum til Krists. Var trúleysingi sem leitaðist við að tortíma kirkjunni, Mósía 27:8–10, 34. Engill birtist honum og félögum hans, Mósía 27:11. Iðraðist og hóf að prédika orð Guðs, Mósía 27:32–28:8. Neitaði að taka við konungdómi en fór þess í stað til lands Lamaníta að kenna orð Guðs, Al 17:6–9. Fastaði og bað um leiðsögn, Al 17:8–11. Var færður bundinn fyrir Lamoní konung, Al 17:20–21. Bjargaði hjörðum Lamonís, Al 17:26–39. Kenndi Lamoní, Al 18:1–19:13. Færði Guði þakkir og var ofurliði borinn af gleði, Al 19:14. Þeir sem tóku trú gjörðust aldrei fráhverfir, Al 23:6. Gladdist yfir að fá að vera verkfæri í hendi Guðs og leiða þúsundir í sannleika, Al 26:1–8 (Al 26). Leiddi fólk Antí-Nefí-Lehís þangað sem það var óhult, Al 27. Gladdist mjög yfir að hitta Alma, Al 27:16–18.