Daníel
Aðalpersónan í Daníelsbók í Gamla testamentinu; spámaður Drottins og mikill trúmaður.
Ekkert er vitað um foreldra hans, virðist þó hafa verið af konungakyni (Dan 1:3). Hann var herleiddur til Babýlon og gefið þar nafnið Beltsasar (Dan 1:6–7). Daníel og þrír aðrir höfnuðu mat konungs af trúarástæðum (Dan 1:8–16).
Daníel vann hylli Nebúkadnesars og Daríusar vegna snilli sinnar að ráða drauma (Dan 2; 4; 6). Hann las einnig og lagði út það sem höndin reit á vegginn (Dan 5). Óvinir hans gerðu samsæri gegn honum og honum var varpað í ljónagryfju, en Drottinn verndaði hann (Dan 6).
Daníelsbók
Bókin er í tveimur hlutum: Kapítular 1–6 eru sagnir af Daníel og félögum hans þremur; kapítular 7–12 eru spádómlegar sýnir Daníels. Bókin kennir mikilvægi þess að vera Guði trúr og sýnir fram á að Drottinn blessar hina trygglyndu.
Bókin er að stórum hluta ráðning á draumi Nebúkadnesars. Í draumnum er ríki Guðs lýst sem steini sem höggvinn er úr bergi. Steinninn mun velta fram uns hann fyllir alla jörðina (Dan 2; sjá einnig K&S 65:2).