Aga Sjá einnig Andstreymi Leiðrétting eða ögun veitt einstaklingum eða hópum þeim til hjálpar svo þeim fari fram eða styrkist. Lítilsvirð því eigi ögun hins almáttka, Job 5:17 (Okv 3:11). Sæll er sá maður, er þú agar, Drottinn, Sálm 94:12. Sérhver ritning er gefin til umvöndunar, til leiðréttingar, 2 Tím 3:16. Drottinn agar þá sem hann elskar, Hebr 12:5–11. Drottni þóknast að aga fólk sitt, Mósía 23:21–22. Ef Drottinn agar ekki fólk sitt, gleymir það honum, He 12:3. Drottinn talaði við bróður Jareds og átaldi hann, Et 2:14. Þeir voru agaðir að þeir mættu iðrast, K&S 1:27. Þá sem ég elska aga ég einnig, svo að syndir þeirra verði fyrirgefnar, K&S 95:1. Enginn getur helgast sem ekki stenst ögunina, K&S 101:2–5. Aga verður fólk mitt þar til það lærir hlýðni, K&S 105:6. Sá sem ekki þolir ögun, er ekki verður ríkis míns, K&S 136:31.