Munúðarfullur, munúð Sjá einnig Hórdómur; Hreinlífi; Kynferðislegt siðleysi; Losti; Saurlifnaður Dálæti á eða þrá eftir syndsamlegu líkamlegu sællífi, einkum siðlausu kynlífi. Kona húsbónda Jósefs fékk augastað á honum, 1 Mós 39:7. Hver sem horfir á konu í girndarhug drýgir hór, Matt 5:28 (3 Ne 12:28). Haldið yður frá holdlegum girndum, sem heyja stríð gegn sálunni, 1 Pét 2:11. Fýsn holdsins og fýsn augnanna eru ekki frá föðurnum, 1 Jóh 2:16. Hættu að eltast við það sem augu þín girnast, Al 39:9. Með broti á heilögum lögmálum varð maðurinn munúðarfullur, K&S 20:20. Hver sem drýgir hór í hjarta sínu, mun ekki hafa andann, K&S 63:16. Látið af öllum lostafullum þrám, K&S 88:121. Menn tóku að verða holdlegir, munúðarfullir og djöfullegir, HDP Móse 5:13 (Mósía 16:3; HDP Móse 6:49).